Hestvit / Árbakki

Liðið Hestvit / Árbakki er óbreytt frá því í fyrra. Liðsmenn þess eru heiðurshjónin Hinrik Bragason og Hulda Gústafsdóttir ásamt syni sínum Gústafi Ásgeiri Hinrikssyni og tengdadóttur Jóhönnu Margréti Snorradóttur, sannkallað fjölskyldulið.  Auk þeirra er nú með, annað árið í röð, nágranni þeirra frá Pulu í Holtum, Jóhann Kristinn Ragnarsson.

Hinrik Bragason er liðsstjóri liðsins en hann er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Hinrik er margfaldur heims-, Íslands- og Norðurlandameistari. Hann hefur einnig sýnt fjölda kynbótahrossa í háar tölur á sínum ferli. Hinrik sigraði A-flokk á LM 2011 og var kjörinn gæðingaknapi ársins 2011. Hinrik hefur einnig margoft keppt á HM fyrir Íslands hönd, síðast á HM í Berlín 2013 á Smyrli frá Hrísum.

Gústaf Ásgeir Hinriksson er fleiri tugfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum í öllum greinum. Hann hefur einnig náð eftirtektarverðum árangri í skeiðgreinum og varð þar Íslandsmeistari á meðan hann var enn ungmenni. Hann sigraði ungmennaflokk Landsmóts 2014 og 2016. Hann er sonur þeirra Hinriks og Huldu. Hann útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Hólum vorið 2018. Gústaf hefur þrisvar keppt á HM í ungmennaflokki, varð heimsmeistari á Pistli frá Litlu-Brekku í fjórgangi 2017. Á síðasta HM, 2019 í Berlín, var hann í fyrsta skipti sem fullorðinn knapi og var í A úrslitum í fimmgangi á Sprota frá Innri-Skeljabrekku. 

Hulda Gústafsdóttir er tamningamaður og reiðkennari á Árbakka. Samhliða rekstri Árbakka hesta reka þau Hinrik útflutningsfyrirtækið Hestvit ehf. Hulda er margfaldur Íslands- og Norðurlandameistari og hefur jafnframt verið í íslenska landsliðinu á heimsmeistaramótum og verið í úrslitum þar, efst í öðru sæti. Hún var valinn Íþróttaknapi ársins árið 2016 og hefur verið tilnefnd sem slík nokkrum sinnum. 

Jóhanna Margrét Snorradóttir útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum árið 2018. Hún starfar við þjálfun og reiðkennslu á Árbakka. Jóhanna hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisvellinum en hún var kjörin efnilegasti knapinn árið 2015 og var í 2 sæti á HM í Herning 2015 í slaktaumatölti í ungmennaflokki á Stimpli frá Vatni. Jóhanna Margrét sigraði einnig unglingaflokkinn á LM2011 á Bruna frá Hafsteinsstöðum.

Jóhann Kristinn Ragnarsson er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og starfar á hrossaræktarbúinu Pulu. Jóhann hefur verið ötull á keppnisbrautinni sem og kynbótabrautinni síðast liðin ár. Jóhann reið árið 2018 með Hestvits liðinu sem villiköttur, sigraði gæðingaskeiðið og er til alls líklegur á komandi keppnistímabili.  

 

Hestvit er fyrirtæki Hinriks og Hulda. Eitt af meginverkefnum þess er að flytja hross frá Íslandi og er það stórt á þeim markaði. Hestvit kaupir einnig og selur hross og þau hjón stunda reiðkennslu, bæði á Íslandi sem og erlendis. Árbakki er rekið á Árbakka í gömlu Landsveit, Rangárþingi ytra. Þar er þjálfunar og sölustöð Hinriks og Huldu og þar starfa við hlið þeirra Gústaf Ásgeir og Jóhanna Margrét. Þar er einnig stunduð hrossarækt.​

 

 


Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.