Gangmyllan

Gangmyllan var í fyrsta skipti með lið í Meistaradeildinni árið 2013. Liðstjóri er Bergur Jónsson en með honum eru Olil Amble, Elin Holst, Sigurður Sigurðarson og Ævar Örn Guðjónsson.  

Bergur Jónsson, liðstjóri, er frá Ketilsstöðum á Völlum og hefur verið áberandi í kynbótasýningum og keppni í áratugi. Hann hefur sýnt fjöldann allann af hrossum úr eigin ræktun og náð mjög góðum árangri á keppnisbrautinni. Hefur hann og Katla frá Ketilsstöðum vakið mikla athygli en þau urðu Íslandsmeistarar í tölti 2017 og sýndi hann hana í hæsta dóm sem klárhryssa hefur hlotið, sumarið 2017. Bergur vann einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni 2017.

Elin Holst er norsk en búin að vera vinna fyrir þau Olil og Berg á Syðri-Gegnishólum síðast liðin 10 ár. Elin hefur náð góðum árangri bæði á kynbótabrautinni sem og á keppnisbrautinni. Hún og hestur hennar Frami frá Ketilsstöðum hafa gert það mjög gott en þau sigruðu fjórganginn, slaktaumatöltið og urðu samanlagðir fjórgangs sigurvegarar á Íslandsmótinu 2016 sem og B flokkinn á Landsmóti 2018. 

Olil Amble er upprunalega norsk en á langan feril sem keppniskona á Íslandi og hefur margoft tekið þátt í heimsmeistaramótum og Norðurlandamótum auk þess að hafa hlotið marga Íslandsmeistaratitla, hefur hún líka orðið Norðurlandameistari og heimsmeistari. Olil hefur m.a sýnt mörg hross úr eigin ræktun bæði í kynbótadómi og keppni. Árið 2019 vann hún gæðingafimi meistaradeildarinnar á Álfhildi frá Syðri-Gegnishólum og í ár er hún Íslandsmeistari í fimmgangi á Álfarni frá Syðri-Gegnishólum.

Sigurður Sigurðarson rekur tamningastöð á Þjóðólfshaga og Hestheimum ásamt eiginkonu sinni. Sigurður er fyrsti sigurvegari Meistaradeildarinnar en hann sigraði hana árið 2001 og svo aftur árið 2011. Hann hefur verið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu, er heimsmeistari, margfaldur Íslandsmeistari, fyrrum heimsmethafi í 100m skeiði. Hann er sá knapi sem hefur sigraði gæðingakeppni á Landsmóti oftar en aðrir knapar og er sá eini sem hefur sigrað allar hringvallargreinar fullorðina á Landsmóti. Sigurður hefur þrisvar sinnum hlotið titilinn knapi ársins.

Ævar Örn Guðjónsson er menntaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur starfað sem tamningamaður og þjálfari hjá Hestum ehf. síðustu ár i hestamannafélaginu Spretti. Ævar hefur verið ötull bæði á keppnisbrautinni og kynbótabrautinni.

 

Gangmyllan er fyrirtæki sem Olil Amble og Bergur Jónsson stofnuðu i kringum hrossarækt, hestasölu og reiðkennsluna sína. Gangmyllan er staðsett í Syðri Gegnishólum í Flóhreppi, um 10 km. frá Selfossi. Undir Gangmylluna sameinast Ketilstaðahrossin, ræktun Bergs Jónssonar og ræktun Olil Amble sem er kennd við Stangarholt, Selfoss og nú Syðri Gegnishóla. Þau Olil og Bergur bjóðum upp á söluhross, hvort sem það eru kynbótahross, keppnishross eða reiðhestar. Einnig bjóða þau upp á margþætta kennslu, einkakennslu og hópkennslu á eigin hestum sem og einkakennslu á þeirra eigin hestum. Þau Olil og Bergur hafa látið mikið að sér kveða í ræktuninni og voru m.a. valin ræktunarmenn ársins 2012, 2015 og 2016 en 2015 og 2016 voru þau einnig valin ræktunarbú keppnishesta.

 

Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.