Skeiðvellir / Árheimar

Liðið Skeiðvellir / Árheimar hét  áður Eques / Kingsland en með nafna breytingunni urðu líka breytingar á nokkrum knöpum. Liðsmenn eru Davíð Jónsson, Sigursteinn Sumarliðason, Matthías Leó Matthíasson, Sólon Morthens og Janus Halldór Eiríksson.

 

Davíð Jónsson er búsettur á Skeiðvöllum og hefur verið öflugur á skeiðbrautinni síðustu ár.  Davíð og Irpa frá Borgarnesi eru meðal annars íslandsmeistarar í gæðingaskeiði 2019, íslandsmeistarar í 150 m árið 2017 og þau unnu einnig 100m skeiðið á LM2012 í Reykjavík.

Matthías Leó Matthíasson stundar tamningar og þjálfun að Hvoli í Ölfusi. Hann hefur unnið við tamningar og þjálfun í 14 ár, til dæmis á Leirubakka, Kjartansstöðum og í Þjóðólfshaga. Matthías vann fjórgang á Reykjavíkurmeistaramótinu 2015 í fyrsta flokki og var fjórði á Íslandsmóti 2015. Hann var í þriðja sæti í slaktaumatölti á Íslandsmóti 2019 og í tölt úrslitum á sama móti, besti árangur Matthíasar í Meistaradeildinni er 2.sæti í fjórgangi árið 2020.

Sigursteinn Sumarliðason hefur ná góðum árangri á keppnisvellinum, bæði í gæðinga og íþróttakeppni. Hann hefur einnig náð góðum árangri á kynbótabrautinni. Sigursteinn hefur orðið heimsmeistari í gæðingaskeiði, Íslandsmeistari og tvöfaldur Landsmótssigurvegari í tölti árin 2011 og 2012. Sigursteinn á besta tímann í 250 m skeiði árið 2020.

Sólon Morthens útskrifaðist sem tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum vorið 2010. Sólon hefur verið virkur á keppnisvellinum og á kynbótabrautinni. Hann hefur meðal annars verið í úrslitum á Landsmótum sem og Íslandssmótum. Hann stundar tamningar, þjálfun og reiðkennslu í Hrosshaga í Biskupstungum þar sem hann rekur tamningastöð ásamt Þóreyju konu sinni.

Janus Halldór Eiríksson starfar við tamningar á Laugarbökkum. Hann hefur náð góðum árangri á kynbótabrautinni og sýnt margan gæðinginn. Einnig hefur hann náð fínum árangri á keppnisbrautinni m.a. á hestinum Barða frá Laugabökkum.  


Facebook slóðir
Vefslóðir


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.