Guðmundur Friðrik Björgvinsson

Guðmundur Björgvinsson er tamningamaður og rekur tamningastöð á Efri-Rauðalæk ásamt konu sinni Evu Dyröy. Guðmundur er m.a. Íslandsmeistari í fjórgangi 2012 og 2015, hefur setið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu þ.á.m. árið 2013 þegar hann nældi sér í tvö gull á kynbótabrautinni, árið 2015 þegar hann varð heimsmeistari í fjórgangi og árið 2019 þegar hann varð heimsmeistari í 250m. skeiði. Guðmundur hefur auk þessa unnið þrjú gull til viðbótar á kynbótabrautinni á Heimsmeistaramótum. Guðmundur var kosinn knapi ársins árið 2012 og 2015, skeiðknapi ársins 2015 og gæðingaknapi ársins árið 2009. Guðmundur sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni árið 2013.

 

https://www.facebook.com/profile.php?id=100016797495084



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.