Meistaraknapi tekinn til kostanna: Hulda Gústafsdóttir

Hulda Gústafsdóttir er liðsmaður liðs Árbakka / Hestvit / Sumarliðabæ og hefur átt góðu gengi að fagna í Meistaradeildinni. 

Fullt nafn:  Hulda Gústafsdóttir

Gælunafn sem þú þolir ekki: . Gamla geit

Aldur: 51

Hjúskaparstaða: gift

Uppáhalds drykkur: pepsi max

Uppáhalds matsölustaður:  Kol

Hvernig bíl áttu: Audi

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  var að horfa á Big little lies, algerlega frábærir þættir

Uppáhalds tónlistarmaður: Ed Sheeran, allavega núna

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Klanið sem er stórfjölskyldan

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:  banana, dajm og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  „hélt ég væri í vitlausri vél“ , frá Eddu Hrund að koma heim frá Grænlandi

Sætasti sigurinn: fimmgangur á Birki frá Vatni á Islandsmóti 2016 held ég bara

Mestu vonbrigðin:  Að við Birkir frá Vatni skulum ekki hafa fengið tækifæri til að spreyta okkur á HM 2017

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: tek þetta doldið lengra, hvernig væri að búa til stelpulið?  Ég, Aðalheiður, Þórdís, Sylvía, Olil, Elin Holst, Edda Rún, Ragnhildur Haralds, Berglind Ragnars, Freyja Amble, Hanne, Agnes Hekla.   Myndum rústa þessu! 

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar:  kaupa Ingólfshvol og hafa keppnina í framhaldinu þar

Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi:   Hinni Braga

Fallegasta hestakonan á Íslandi:  Edda Hrund Hinriksdóttir

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:  allir svipaðir, þessir gaurar

Mest óþolandi knapinn í liðinu:  Hinni liðsstjóri

Uppáhalds staður á Íslandi:  Árbakki í Landsveit

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni:  Ég get verið alveg svakalega seinheppin, einu sinni var ég að ríða hrikalega flott fimmgangsprógramm á Stefni frá Tunguhálsi sem ég fór seinna með á HM,  þetta var þegar hjálmaskylda var að detta inn og ég var með teygjuhjálm.  Á skeiðinu skoppaði hjálmurinn af mér og eftir japl jaml og fuður var ég dæmd úr leik....  ohhh, týpískt!

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar:   opna augun og bursta tennur

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  nokkuð jöfn í flestu, held ég að ég geti sagt...  Tölfræði í Háskólanum var mér sennilega erfiðust..

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi:  sænska lagið, hérna, Hero held ég bara

Vandræðalegasta augnablik:  það er klárlega þegar ég reið B flokks úrslit á LM 2012 á Sveig frá Varmadal.  Ég var í Fáksjakka sem ég fékk lánaðan og hafði ekki verið notaður mjög lengi.  Tvinninn í tölunum virtist orðinn fúinn, og þegar leið á úrslitin fóru tölurnar að skjótast af jakkanum.  Ég var hálf vandræðaleg og var að hugsa hvað ég gæti gert en Hinni og Gústi drápust úr hlátri á hliðarlínunni.  Eftir keppnina, á meðan verið var að lesa upp einkunnir hlógum við öll að þessu inni á vellinum og Einar Öder og Viðar Ingólfs færðu mér tölur sem þeir fundu á vellinum J  algerlega óborganlegt móment! 

Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju:  Hinna og Gústa, það er hægt að hlæja með þeim. 

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:  Var gengin 3 mánuði með Gústa á HM 1995 þegar ég varð önnur í fimmgangi og þriðja í slaktaumatölti.  Það var 30 stiga hita eiginlega allt mótið og mér var hrikalega flökurt allan tímann, nærðist á appelsínusafa og ístei. 

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum:  ja, fótbolta svolítið, kemst ekki hjá því og þegar íslensku landsliðin spila, í handbolta og fótbolta
 

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.