Sigurður og Davíð sigurvegarar dagsins
Það var vor í mönnum og hestum sem mættu á skeiðmót Meistaradeildar Cintamani í dag en það náðust frábærir tímar miðað við árstíma. Þeir Davíð Jónsson og Konráð Valur Sveinsson börðust hart um sigurinn í gæðingaskeiðinu en það fór svo að Davíð sigraði með 8,08 í einkunn en Konráð var annar með 7,96. Þriðji varð Árni Björn Pálsson á Villingi frá Breiðholti í Flóa með 7,63 í einkunn og náði að minnka muninn enn frekar milli sín og Jakobs í einstaklingskeppninni. Jakob leiðir keppnina enn en nú munar einungis 1,5 stigi á þeim félögum.
Í 150m. skeiðinu var það Sigurður Vignir Matthíasson sem fór með sigur úr bítum en þetta er annað árið í röð sem hann sigrar þessa grein á Létti frá Eiríksstöðum. Þeir voru með langbesta tímann eða 14,17 sek. en annar í röðinni var Guðmundur Björgvinsson á Glúmi frá Þóroddsstöðum með tíman 14,38 sek og þriðji varð Hans Þór Hilmarsson á Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði með tímann 14,71 sek.
Lið Ganghesta / Margrétarhof / Equitec nældi sér í liðaplattann í gæðingaskeiðinu en lið Hrímnis / Export hesta nældi sér í plattann í 150m. skeiðinu en liðið leiðir nú liðakeppnina.
Niðurstöður gæðingaskeið
Nr. | Knapi | Hestur | Lið | Aðaleinkunn |
1 | Davíð Jónsson | Irpa frá Borgarnesi | Lífland | 8,08 |
2 | Konráð Valur Sveinsson | Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 7,96 |
3 | Árni Björn Pálsson | Villingur frá Breiðholti í Flóa | Top Reiter | 7,63 |
4 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Ása frá Fremri-Gufudal | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7,50 |
5 | Sigursteinn Sumarliðason | Krókus frá Dalbæ | Lífland | 7,50 |
6 | Hans Þór Hilmarsson | Goði frá Bjarnarhöfn | Hrímnir / Export hestar | 7,38 |
7 | Edda Rún Ragnarsdóttir | Tign frá Fornusöndum | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7,29 |
8 | Ævar Örn Guðjónsson | Minning frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7,21 |
9 | Sigurður Vignir Matthíasson | Rúna frá Flugumýri | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7,04 |
10 | Viðar Ingólfsson | Atorka frá Varmalæk | Hrímnir / Export hestar | 7,00 |
11 | Elvar Einarsson | Hrappur frá Sauðárkróki | Gangmyllan | 6,92 |
12 | Bjarni Bjarnason | Þröm frá Þóroddsstöðum | Auðsholtshjáleiga | 6,71 |
13 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Konsert frá Korpu | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 6,71 |
14 | Janus Halldór Eiríksson | Messa frá Káragerði | Auðsholtshjáleiga | 6,67 |
15 | Ragnar Tómasson | Gríður frá Kirkjubæ | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 6,33 |
16 | Sigurður Sigurðarson | Atlas frá Lýsuhóli | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 6,29 |
17 | Þórarinn Ragnarsson | Flögri frá Efra-Hvoli | Hrímnir / Export hestar | 6,08 |
18 | Bergur Jónsson | Flugnir frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 4,96 |
19 | Jakob Svavar Sigurðsson | Mugison frá Hæli | Lífland | 4,33 |
20 | Hulda Gústafsdóttir | Klókur frá Dallandi | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 4,25 |
21 | Teitur Árnason | Hafsteinn frá Vakursstöðum | Top Reiter | 4,08 |
22 | Ásmundur Ernir Snorrason | Fáfnir frá Efri-Rauðalæk | Auðsholtshjáleiga | 4,04 |
23 | Agnes Hekla Árnadóttir | Ásdís frá Dalsholti | Top Reiter | 4,04 |
24 | Sigurbjörn Bárðason | Kraftur frá Breiðholti í Flóa | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 1,00 |
Niðurstöður 150m. skeið
Nr. | Knapi | Hestur | Fyrri sprettur | Seinni Sprettur | Betri tími |
1 | Sigurður Vignir Matthíasson | Léttir frá Eiríksstöðum | 0,00 | 14,17 | 14,17 |
2 | Guðmundur Björgvinsson | Glúmur frá Þóroddsstöðum | 15,33 | 14,38 | 14,38 |
3 | Hans Þór Hilmarsson | Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði | 15,72 | 14,71 | 14,71 |
4 | Bjarni Bjarnason | Randver frá Þóroddsstöðum | 14,72 | 14,76 | 14,72 |
5 | Þórarinn Ragnarsson | Funi frá Hofi | 14,75 | 0,00 | 14,75 |
6 | Teitur Árnason | Loki frá Kvistum | 14,90 | 0,00 | 14,90 |
7 | Reynir Örn Pálmason | Skemill frá Dalvík | 15,81 | 14,93 | 14,93 |
8 | Konráð Valur Sveinsson | Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu | 14,95 | 15,58 | 14,95 |
9 | Elvar Einarsson | Hrappur frá Sauðárkróki | 15,69 | 15,00 | 15,00 |
10 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Andri frá Lynghaga | 15,92 | 15,09 | 15,09 |
11 | Árni Björn Pálsson | Korka frá Steinnesi | 15,86 | 15,13 | 15,13 |
12 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Lilja frá Dalbæ | 15,16 | 0,00 | 15,16 |
13 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Dalvar frá Horni I | 0,00 | 15,19 | 15,19 |
14 | Davíð Jónsson | Irpa frá Borgarnesi | 15,20 | 0,00 | 15,20 |
15 | Hinrik Bragason | Björt frá Bitru | 0,00 | 15,33 | 15,33 |
16 | Viðar Ingólfsson | Blikka frá Þóroddsstöðum | 16,48 | 15,42 | 15,42 |
17 | Bergur Jónsson | Sædís frá Ketilsstöðum | 17,06 | 15,74 | 15,74 |
18 | Hanne Smidesang | Lukka frá Úthlíð | 15,98 | 0,00 | 15,98 |
19 | Jakob S. Sigurðsson | Straumur frá Skrúð | 16,35 | 0,00 | 16,35 |
20 | Edda Rún Ragnarsdóttir | Tign frá Fornusöndum | 0,00 | 16,37 | 16,37 |
21 | Ævar Örn Guðjónsson | Lukka frá Árbæjarhjáleigu | 16,58 | 0,00 | 16,58 |
22 | Sigurbjörn Bárðarson | Vökull frá Tunguhálsi | 0,00 | 0,00 | 0,00 |
23 | Sigurður Sigurðarson | Drift frá Hafsteinsstöðum | 0,00 | 0,00 | 0,00 |
24 | Ragnar Tómasson | Gríður frá Kirkjubæ | 0,00 | 0,00 | 0,00 |