Ráslisti fyrir fimmganginn

Þá er ráslistinn klár fyrir fimmganginn en fyrstur í braut er Hinrik Bragason á Byr frá Borgarnesi en þeir eru orðnir nokkuð reyndir í þessari keppnisgrein. Keppnin hefst kl. 19:00 en hún fer fram í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Húsið opnar 17:00 en boðið verður upp á ofnbakað lambalæri með gratíneruðum kartöflum, rjómalagaðri sveppasósu og fersku salati því er tilvalið að mæta snemma og fá sér að borða á undan.

Margt verður um gæðinginn í Samskipahöllinni þetta kvöldið en á listanum eru margir hátt dæmdir stóðhestar þ.á.m. Hrafn frá Efri - Rauðalæk en knapi á honum er Daníel Jónsson. Hrafn hefur hlotið 9,03 fyrir hæfileika og þar af 9.5 fyrir skeið. Matthías Leó mætir með Hafstein frá Vakursstöðum en hann höfum við séð áður undir handleiðslu Teits Árnasonar en Hafsteinn hefur hlotið 9.5 fyrir skeið í kynbótadómi. Árni Björn Pálsson mætir með tíu skeiðarann Roða frá Lyngholti og Olil Amble mætir með engan annan en Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum sem hlaut 9.5 fyrir skeið í kynbótadómi. Sigurbjörn Bárðason mætir með Nóa frá Stóra-Hofi en hann hefur einnig hlotið 9.5 fyrir skeið. Sigurvegari fimmgangsins frá því í fyrra Hulda Gústafsdóttir teflir nú fram Gangster frá Árgerði en Gangster vakti mikla athygli í A flokki á LM2014 á Hellu. Íslandsmeistarinn í fimmgangi Þórarinn Ragnarsson mætir með Hilding frá Bergi en þeir voru í A úrslitum í þessari grein í fyrra. 

Ekki láta þessa veislu framhjá ykkur fara og tryggið ykkur miða inn á tix.is en einnig verða seldir miðar í anddyri. Einnig er hægt að horfa beint frá keppninni inn á oz.com og á Stöð 2 sport. 

No. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Hinrik Bragason Byr frá Borgarnesi Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 Ísold frá Leirulækjarseli 2 Jarpvind 9 Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær
2 Guðmundur Björgvinsson Þór frá Votumýri 2 Álfur frá Selfossi Önn frá Ketilsstöðum Rauður 10 Lífland
3 Matthías Leó Matthíasson Hafsteinn frá Vakurstöðum Álfasteinn frá Selfossi Hending frá Hvolsvelli Rauðskj 10 Top Reiter
4 Ævar Örn Guðjónsson Kolskör frá Hárlaugsstöðum 2 Tenór frá Túnsbergi Frigg frá Hárlaugsstöðum Brún 8 Gangmyllan
5 Bergur Jónsson Stúdent frá Ketilsstöðum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Orku frá Gautavík Bleiksj. 8 Gangmyllan
6 Daníel Jónsson Hrafn frá Efri-Rauðalæk Markús frá Langholtsparti Hind frá Vatnsleysu Brúnstj 10 Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel
7 Olil Amble Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Keilir frá Miðsitju Álfadís frá Selfossi Fífilbleikbles 9 Gangmyllan
8 Sigurður Vignir Matthíasson Gormur frá Efri-Þverá Blær frá Torfunesi Rauðkolla frá Litla-Moshvoli Brúnn 12 Ganghestar  / Margrétarhof /Equitec
9 Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu Þokki frá Kýrholti Sól frá Tungu Brúnn 11 Ganghestar  / Margrétarhof /Equitec
10 Jakob Svavar Sigurðsson Skýr frá Skálakoti Sólon frá Skáney Vök frá Skálakoti Rauðbles 11 Lífland
11 Hulda Gústafsdóttir Gangster frá Árgerði Hágangur frá Narfastöðum Glæða frá Árgerði Rauðstj 12 Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær
12 Ásmundur Ernir Snorrason Kaldi frá Ytra-Vallholti Kná frá Ytra-Vallholti Apríl frá Skeggsstöðum Móálót 7 Auðsholtshjáleiga
13 Sigurður Sigurðarson Álfsteinn frá Hvolsvelli Álfur frá Selfossi Eydís frá Stokkseyri Brúnskj. 11 Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel
14 Viðar Ingólfsson Óskahringur frá Miðási Hróður frá Refsstöðum Ósk frá Hestheimum Brúnstj 10 Hrímnir / Export hestar
15 Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Sær frá Bakkakoti Þyrnirós frá Kirkjubæ Brúnn 11 Lífland
16 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Grunur frá Oddhóli Folda frá Lundi Móálót 13 Auðsholtshjáleiga
17 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Vilmundur frá Feti Flauta frá Dalbæ Brúnn 10 Lífland
18 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Vaki frá Auðsholtshjáleigu Toppur frá Auðsholtshjáleigu Vordís frá Auðsholtshjáleigu Rauðskj 7 Auðsholtshjáleiga
19 Sigurbjörn Bárðarson Nói frá Stóra-Hofi Illingur frá Tóftum Örk frá Stóra-Hofi Brúnskj. 10 Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel
20 Hans Þór Hilmarsson Kylja frá Stóra-Vatnsskarði Kiljan frá Steinnesi Lukka frá Stóra-Vatnsskarði Rauðbles 7 Hrímnir / Export hestar
21 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Brimnir frá Efri-Fitjum Hnokki frá Fellskoti Ballerína frá Grafarkoti Bleikál. 9 Ganghestar  / Margrétarhof /Equitec
22 Ólafur Brynjar Ásgeirsson Freyja frá Vöðlum Forseti frá Vorsabæ II Nótt frá Oddsstöðum I Brúnn 8 Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær
23 Þórarinn Ragnarsson  Hildingur frá Bergi Uggi frá Bergi Hilda frá Bjarnarhöfn Brúnstj 8 Hrímnir / Export hestar
24 Árni Björn Pálsson Roði frá Lyngholti Ómur frá Kvistum Glóð frá Kálfhóli Rauður 8 Auðsholtshjáleiga


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.