Gústaf Ásgeir Hinriksson
Gústaf Ásgeir Hinriksson er fleiri tugfaldur Íslandsmeistari í yngri flokkum í öllum greinum. Hann hefur einnig náð eftirtektarverðum árangri í skeiðgreinum og varð þar Íslandsmeistari á meðan hann var enn ungmenni. Hann sigraði ungmennaflokk Landsmóts 2014 og 2016. Hann er sonur þeirra Hinriks og Huldu. Hann útskrifaðist sem reiðkennari og þjálfari frá Hólum vorið 2018. Gústaf hefur þrisvar keppt á HM í ungmennaflokki, varð heimsmeistari á Pistli frá Litlu-Brekku í fjórgangi 2017. Á síðasta HM, 2019 í Berlín, var hann í fyrsta skipti sem fullorðinn knapi og var í A úrslitum í fimmgangi á Sprota frá Innri-Skeljabrekku.