Jóhann Magnússon
Jóhann Birgir Magnússon hefur lengi gengið braut mennta og æfinga í faginu. Upphafið af því öllu var reiðnámskeið hjá Reyni Aðalsteinssyni vorið 1979. Tók öll skólastig sem í boði voru á Hólum á sínum tíma. Stundar hrossarækt og tamningar á Bessastöðum í Húnaþingi vestra og notar þau tækifæri sem gefast við að kynna hross úr sinni ræktun í keppni og sýningum.