Meistaraknapi tekinn til kostanna: Hinrik Bragason

 

Fullt nafn:  Hinrik Bragson

Gælunafn sem þú þolir ekki: . í augnablikinu ekkert sérstakt

Aldur: 49

Hjúskaparstaða: giftur

Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni:  2001, þegar þú hún byrjaði

Uppáhalds drykkur: gott kaffi

Uppáhalds matsölustaður: Kol

Hvernig bíl áttu: Ford 350

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Enski boltinn

Uppáhalds tónlistarmaður: Coldplay

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Er á snapchat en opna það eiginlega aldrei svo ég veit ekki

Hvað viltu í bragðarefinn þinn:  sem mest af súkkulaði og lakkrís og banana og, og, og

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  Minnum á aðalfundinn kl 18 á Hótel Örk J  frá Huldu Finns

Sætasti sigurinn: A flokkur LM 2011

Mestu vonbrigðin:  annað sæti í tölti á HM 1991

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: hugsa að ég myndi vilja taka Viðar Ingólfs, hann er svo skemmtilega jákvæður alltaf J

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar:  Byggja alvöru leikvang fyrir Meistaradeildina í fullri vallarstærð þar sem áhorfendur sitja allt í kringum völlinn

Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi:  Gústi minn er langflottastur

Fallegasta hestakonan á Íslandi: Hulda og Edda Hrund, get ekki gert upp á þeirra

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:   að sjálfsögðu Óli Binni Ásgeirs

Mest óþolandi knapinn í liðinu:  Hulda....

Uppáhalds staður á Íslandi: Árbakki

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: eitt sinn þegar ég var 11 ára var ég að keppa í stökki á Kóngi frá Ásum vestur í Dölum.  Í startinu sprakk gjörðin sem var utanyfir hnakkinn og hnakkurinn fór aftur í nára.  Ég hékk á hálsinum á honum yfir marklínu og komst í úrslit og vann svo úrslithlaupið.  Kappreiðarnar voru sko fjör

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kveiki á kaffivélinni og finn ipadinn til að lesa fréttirnar. 

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  dönsku

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: lagið með Sylvíu Nótt

Vandræðalegasta augnablik:  Þegar ég og Hjörtur Bergstað vorum í kappakstri út úr Reykjavík og vorum teknir á 170km hraða og pabbi minn hafði orði á því sama daginn að hann hefði heyrt i fréttunum að tveir miðaldra karlmenn hefðu verið teknir fyrir ofsaakstur á leið út úr Reykjavík.  Það var mjög neyðarlegt.

Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju:  Ég myndi taka Hafliða Halldórs til að veiða í matinn og svo líklega Huldu til að allt væri undir stjórn

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:  á orðið auðvelt með að vakna á morgnana

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum:  já,er yfirleitt alæta á gott sport.  Íþróttir eru mitt uppáhaldssjónvarpsefni
 

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.