Meistaraknapi tekinn til kostanna: Þórarinn Ragnarsson
Þórarinn Ragnarsson er liðsmaður í liði Hrímni / Export hesta
Fullt nafn: Þórarinn Ragnarsson
Gælunafn sem þú þolir ekki: . Þegar ég var yngri brjálaðist ég þegar systur mínar kölluðu mig bolla litla
Aldur: 28 vetra
Hjúskaparstaða: í sambandi
Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni: 2015
Uppáhalds drykkur: Kók eða bjór
Uppáhalds matsölustaður: Gallerí Pizza hvolsvelli
Hvernig bíl áttu: Toyota Land cruiser
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Neigbours
Uppáhalds tónlistarmaður: Karl Kennedy í Neigbours
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Hjörvar Hafliðason eða ég er að followa hann, hann hefur líklega ekki hugmynd um hver ég er
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Jarðaber hlaup og lakkrís
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Það var Helgi Eyjólfsson að segja mér að hann væri búin að finna hina einu réttu
Sætasti sigurinn: LM 2014 A-flokkur á Spuna
Mestu vonbrigðin: LM2016 með Hring í B-flokk
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Berg Jónsson hann er bestur
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar: leyfa mönnum að vera með live tónlist þegar þeir ríða sitt prógram
Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Daníel Larsen
Fallegasta hestakonan á Íslandi: Hulda Finnsdóttir
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Hans Þór þær sogast að honum stúlkurnar
Mest óþolandi knapinn í liðinu: ég á erfitt með að velja einhvern einn mér finnst þau öll frekar óspennandi en ef ég verð að segja einn þá er það Viðar
Uppáhalds staður á Íslandi: Hvammsheiði
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: ég datt af þegar ég var að ríða verðlaunahringinn á mána gamla
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: hundskast út í hesthús
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: flestum bóklegum fögum
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Til hamingju Ísland með Silvíu Nótt
Vandræðalegasta augnablik: Pass
Hvaða tvo knapa tækir þú með þér á eyðieyju: Huldu Finnsdóttur og Ágúst Marinó Ágústsson en hann fengi ég með vegna miklar reynslu sinnar af því að lifa við harðlífi og sult á Langanesi
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ég er að verða nánast alveg sköllóttur en samt vex mér nánast ekkert skegg
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Já fótbolta og hef gaman af flestum íþróttum