Stjörnur í Samskipahöllinni

Fimmgangurinn er á morgun í Samskipahöllinni í Spretti. Keppni hefst kl. 19:00 en það er Sylvía Sigurbjörnsdóttir sem ríður á vaðið á gæðingi sínum Héðni Skúla frá Oddhóli. Héðinn og Sylvía heilluðu marga á gæðingafiminni og því eflaust margir sem bíða eftir því að sjá þau aftur saman. Það eru engir smá hestar sem eru skráðir til leiks en sigurvegarinn frá því í fyrra mætir aftur, Árni Björn Pálsson og Oddur frá Breiðholti í Flóa. Þeir sem þekkja til Árna vita að hann er keppnismaður mikill og mun því eflaust leggja allt undir til að tryggja sér sigurinn. Hulda Gústafsdóttir mætir á Birki frá Vatni en þau urðu Íslandsmeistarar í fimmgangi í fyrra. Jakob S. Sigurðsson mætir á Ský frá Skálakoti en þetta er í fyrsta skipti sem Skýr keppir í fimmgangi hann var í þriðja sæti í A flokki á síðasta Landsmóti. Bergi Jónssyni dugar ekkert minna en að mæta með hæst dæmda kynbótahrossið í fyrra, Hrafn frá Efri-Rauðalæk, en þetta er fyrsta keppni þeirra saman. Þetta er einungis brotabrot af þeim gæðingum sem munu láta ljós sitt skína í Samskipahöllinni á morgun en ráslistinn er hér fyrir neðan.

Þetta má enginn láta framhjá sér fara en miðasala er hafin í Top Reiter, Ástund og Baldvini og Þorvaldi en síðast seldist upp á fimmganginn. 

Ráslisti.

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Grunur frá Oddhóli Folda frá Lundi Móál 12 Auðsholtshjáleiga
2 Sigurbjörn Bárðason Álfsteinn frá Hvolsvelli Álfur frá Selfossi Eydís frá Stokkseyri Brúnskj 10 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
3 Elin Holst Stúdent frá Ketilsstöðum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Orka frá Gautavík Fífilbl.skj. 7 Gangmyllan
4 Teitur Árnason Hafsteinn frá Vakursstöðum Álfasteinn frá Selfossi Hending frá Hvolsvelli Rauðskj 9 Top Reiter
5 Bergur Jónsson Hrafn frá Efri-Rauðalæk Markús frá Langholtsparti Hind frá Vatnsleysu Brúnstj 9 Gangmyllan
6 Sigurður Óli Kristinsson Bjarmi frá Bæ 2 Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Blika frá Nýjabæ Bleikál 6 Heimahagi
7 Eyrún Ýr Pálsdóttir Heikir frá Hamarsey Álfur frá Selfossi Hrund frá Árbæ Fífilbl. 7 Hrímnir/Export hestar
8 Guðmundur Björgvinsson Sjóður frá Kirkjubæ Sær frá Bakkakoti Þyrnirós frá Kirkjubæ Brún 10 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
9 Guðmar Þór Pétursson Sólbjartur frá Flekkudal Huginn frá Haga I Pyttla frá Flekkudal Brúnn 11 Heimahagi
10 Hinrik Bragason Milljarður frá Barká Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Þota frá Dalsmynni Brúnn 9 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
11 Ásmundur Ernir Snorrason Eva frá Strandarhöfði Aron frá Strandarhöfði Súla frá Akranesi Grá 8 Auðsholtshjáleiga
12 Kári Steinsson Binný frá Björgum Döggvi frá Ytri-Bægisá I Venus frá Björgum Grá 11 Hrímnir/Export hestar
13 Hulda Gústafsdóttir Birkir frá Vatni Glymur frá Innri-Skeljabrekku Þokkadís frá Holtsmúla Vind. 9 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
14 Bjarni Bjarnason Hnokki frá Þóroddsstöðum Aron frá Strandarhöfði Dama frá Þóroddsstöðum Brúnn 10 Auðsholtshjáleiga
15 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Laxnes frá Lambanesi Kiljan frá Steinnesi Sveifla frá Lambanesi Rauðstj 8 Ganghestar/Margrétarhof
16 Árni Björn Pálsson Oddur frá Breiðholti í Flóa Þokki frá Kýrholti Gunnvör frá Miðsitju Rauðstj 10 Top Reiter
17 John K. SIgurjónsson Brimrún frá Þjóðólfshaga I Hvinur frá Egilsstaðakoti Bjarkey frá Miðhúsum Grá 9 Heimahagi
18 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Gídeon frá Lækjarbotnum Hekla frá Skarði Rauðstj. 11 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
19 Sigurður V. Matthíasson Gormur frá Efri-Þverá Blær frá Torfunesi Rauðkolla frá Litla-Moshvoli Brúnn 11 Ganghestar/Margrétarhof
20 Sigurður Sigurðarson Þengill frá Þjóðólfshaga 1 Glymur frá Flekkudal Ísbrá frá Torfastöðum Móaál 9 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
21 Jakob S. Sigurðsson Skýr frá Skálakoti Sólon frá Skáney Vök frá Skálakoti Rauðbles 10 Top Reiter
22 Þórarinn Ragnarsson Hildingur frá Bergi Uggi frá Bergi Hilda frá Bjarnarhöfn Brúnn 7 Hrímnir/Export hestar
23 Reynir Örn Pálmason Brimnir frá Efri-Fitjum Hnokki frá Fellskoti Ballerína frá Grafarkoti Bleikál 8 Ganghestar/Margrétarhof
24 Daníel Jónsson Þór frá Votumýri 2 Álfur frá Selfossi Önn frá Ketilsstöðum Rauður 9 Gangmyllan



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.