Ráslisti fyrir gæðingafimina

Keppt verður í gæðingafimi í Samskipahöllinni í Spretti á morgun en ráslistinn fyrir mótið er klár. Keppni hefst kl. 19:00 og er það Eyrún Ýr Pálsdóttir sem ríður á vaðið á Hafrúnu frá Ytra-Vallholti en þær Eyrún og Hafrún stóðu sig vel í fjórgangnum. Margir spennandi hestar eru skráðir til leiks en fjórir hestar af fimm sem voru í úrslitum síðast í þessari grein eru skráðir til leiks. Árni Björn Pálsson mætir með Skímu frá Kvistum en þau sigruðu greinina í fyrra með 8,31 í einkunn. Jakob Sigurðsson mætir með Gloríu frá Skúfslæk en þau voru í öðru sæti í fyrra. Ásmundur Ernir mætir á Speli frá Njarðvík en þeir voru í þriðja sæti og sigurvegarar fjórgangsins Elin Holst og Frami frá Ketisstöðum mæta en það eru eflaust margir spenntir að sjá hvernig þeim tekst til.

Margir nýir eru einnig skráðir til leiks Sigurður Óli Kristinsson er skráður með Hreyfil frá Vorsabæ en Hreyfill hefur vakið mikla athygli síðustu ár. Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði og Hans Þór Hilmarsson keppa fyrir hönd Ganghesta/Margrétarhofs. Gangmyllan stillir upp sama liði og í fjórgangnum en Freyja Amble keppir á Álfastjörnu frá Syðri-Gegnishólum og Bergur Jónsson á Kötlu frá Ketilsstöðum.

Eitt er víst að þetta verður hörku spennandi keppni. Húsið opnar 17:00 en boðið verður upp á veitingar fyrir og á meðan mótinu stendur. Klukkan 18:00 munu dómarar síðan fara yfir það hvernig gæðingafimin er dæmd því um að gera mæta snemma fá sér að borða og hlusta síðan á dómarana og fræðast meira um gæðingafimina. Heimsmeistarinn Kristín Lárusdóttir verður einnig með upphitunarhest sem og sigurvegari parafiminnar í Suðurlandsdeildinni Lea Schell. Einnig er hægt að horfa á mótið í beinni útsendingu á Stöð 2 sport eða inn á livesports.is. 

Dagskrá

17:00 Húsið opnar
18:00 Dómarar spjalla - Hvernig dæmum við gæðingafimina
18:30 Upphitunarhestar - Heimsmeistarinn Kristín Lárusdóttir og sigurvegari parafiminnar í Suðurlandsdeildinni Lea Schell
19:00 Keppni hefst

Hér fyrir neðan er ráslistinn:

Nr. Knapi Hestur Móðir Faðir Litur Aldur Lið
1 Eyrún Ýr Pálsdóttir Hafrún frá Ytra-Vallholti Gnótt frá Ytra-Vallholti Arður frá Lundum 2 Brún 8v Hrímnir/Export hestar
2 Lena Zilenski Sprengihöll frá Lækjarbakka Írafár frá Akureyri Gustur frá Lækjarbakka Rauð 8v Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
3 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Folda frá Lundi Grunur frá Oddhóli Móál. 12v Auðsholtshjáleiga
4 Guðmar Þór Pétursson Brúney frá Grafarkoti Surtsey frá Gröf Vatnsnesi Grettir frá Grafarkoti Brún 11v Heimahagi
5 Sigurður Vignir Matthíasson Arður frá Efri-Þverá Hornafjarðar-Jörp frá Háfshjáleigu Eldjárn frá Tjaldhólum Jarpur 8v Ganghestar/Margrétarhof
6 Sigurður Sigurðarson Dreyri frá Hjaltastöðum Ófeig frá Hjaltastöðum Hugi frá Hafsteinsstöðum Rauðstj. 15v Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
7 Sigursteinn Sumarliðason Háfeti frá Hákoti Óðsbrá frá Hákoti Hnokki frá Fellskoti Bleikál.stj. 8v Heimahagi
8 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Skálm fra Berjanesi Krákur frá Blesastöðum 1A Brún 9v Top Reiter
9 Guðmundur Björgvinsson Straumur frá Feti Smáey frá Feti Þristur frá Feti Brúnn 9v Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
10 Bergur Jónsson Katla frá Ketilssöðum Ljónslöpp frá Ketilsstöðum Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Jörp 9v Gangmyllan
11 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Fantasía frá Breiðstöðum Herjólfur frá Ragnheiðarstöðum Jarpur 6v Ganghestar/Margrétarhof
12 Jakob S. Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk Tign frá Hvítárholti Glymur frá Árgerði Rauð 9v Top Reiter
13 Sigurbjörn Bárðarsson Nagli frá Flagbjarnarholti Surtsey frá Feti Geisli frá Sælukoti Brúnn 9v Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
14 Ragnar Tómasson Sleipnir frá Árnanesi Skuld frá Árnanesi Prestur frá Kirkjubæ Rauður 14v Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
15 Kári Steinsson Binný frá Björgum Venus frá Björgum Döggvi frá Ytri-Bægisa 1 Grá 11v Hrímnir/Export hestar
16 Janus Halldór Eiríksson Hlýri frá Hveragerði Líf frá Hveragerði Barði frá Laugarbökkum Brúnn 9v Auðsholtshjáleiga
17 Sigurður Óli Kristinsson Hreyfill frá Vorsabæ Kolbrún frá Vorsabæ 2 Dugur frá Þúfu í Landeyjum Brúnn tvístj. 9v Heimahagi
18 Hanna Rún Ingibergsdóttir Mörður frá Kirkjubæ Lilja frá Kirkjubæ Valtýr frá Kirkjubæ Rauðbles 9v Hrímnir/Export hestar
19 Hans Þór Hilmarsson Lukku-Láki frá Stóra-Vatnsskarði Lukka frá Stóra-Vatnsskarði Álfur frá Selfossi Rauðskj 8v Ganghestar/Margrétarhof
20 Teitur Árnason Jarl frá Jaðri Glóð frá Feti Stígandi frá Stóra-Hofi Jarpur 9v Top Reiter
21 Hinrik Bragason Pistill frá Litlu-Brekku Prinsessa frá Litla-Dunhaga 1 Moli frá Skriðu Brúnn 10v Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
22 Freyja Amble Gísladóttir Álfastjarna frá Syðri-Gegnishólum Álfadís frá Selfossi Dugur frá Þúfu í Landeyjum Rauðtvístj 7v Gangmyllan
23 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Sæla frá Sigríðarstöðum Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Brúnn 11v Auðsholtshjáleiga
24 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Brúnn 10v Gangmyllan


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.