Engar breytingar á liðinu

Síðasta liðið sem við kynnum til leiks er liðið Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi. Lýsi er elsta liðið í deildinni en liðið bar sigur úr bítum í liðakeppninni 2011 og 2015. Lýsi hefur fengið í lið með sér stuðningsmenn og heitir liðið nú Lýsi, Oddhóll, Þjóðólfshagi. Liðið er óbreytt frá því í fyrra. Liðsstjórinn er Sigurður Sigurðarson og með honum í liði eru Konráð Valur Sveinsson, Sigurbjörn Bárðarson, Lena Zielinski og Elvar Þormarsson.

Sigurður Sigurðarson, liðstjóri, rekur tamningastöð á Þjóðólfshaga ásamt eiginkonu sinni. Sigurður er fyrsti sigurvegari Meistaradeildarinnar en hann sigraði hana árið 2001 og svo aftur árið 2011. Hann hefur verið nokkrum sinnum verið í íslenska landsliðinu, er heimsmeistari, margfaldur Íslandsmeistari, fyrrum heimsmethafi í 100m skeiði. Hann sigraði B flokk gæðinga á LM2012 á Kjarnorku frá Kálfholti, A flokk gæðinga á LM2012 á Fróða frá Staðartungu og B flokk gæðinga á LM2014 á Loka frá Selfossi en Sigurður er sá knapi sem hefur sigrað allar hringvallargreinar fullorðina á Landsmóti. Sigurður er gæðingaknapi ársins 2012.

Elvar Þormarsson starfar á Strandárhjáleigu nálægt Hvolsvelli þar sem hann stundar tamningar og ræktun. Elvar hefur verið ötull á keppnisvellinum sem og kynbótabrautinni síðustu ár. Elvar var í fjórða sæti í úrslitum í A flokki á Landsmótinu síðasta sumar en hann var á hryssunni Undrun frá Velli.

Konráð Valur Sveinsson er yngsti keppandinn í deildinni. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og tvöfaldur heimsmeistari í skeiðgreinum. Hann varð Heimsmeistari í 250 m. skeiði og 100m. skeiði í Berlín árið 2013 og keppti hann aftur fyrir Íslandshönd í Herning 2015. Hann er Íslandsmeistari í 250m. skeiði í fullorðinsflokki á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu en hann er einnig Íslandsmeistari í gæðingaskeiði í ungmennaflokki, Íslandsmeistari í 100m. skeiði yngri flokka og sigraði 100m. skeiðið á Landsmóti 2016

Lena Zielinski hefur búið á Íslandi um árabil en er ættuð frá Danmörk. Lena Zielinski er nú búsett á Efra-Hvoli og rekur þar tamningastöð og hrossarækt. Lena hefur á undanförnum árum verið áberandi á keppnisvellinum auk þess að sýna fjölda frábærra kynbótahrossa. Lena er útskrifaður tamningamaður frá Háskólanum á Hólum.

Sigurbjörn Bárðarson er sá knapi ásamt Árna Birni Pálssyni sem hefur oftast sigrað Meistaradeildina eða þrisvar sinnum, árin 2002, 2009 og 2010. Sigurbjörn hefur unnið flesta titla sem hægt er að vinna í hestaíþróttum ásamt því að vera eini hestamaðurinn sem hefur hampað titlinum íþróttamaður ársins. Sigurbjörn er skeiðknapi ársins 2012.

 

Lýsi var stofnað 1938. Það framleiðir afurðir úr lýsi til manneldis. Sem leiðandi fyrirtæki á heimsvísu leggur Lýsi mikla áherslu á gæði og gæðastjórnun við framleiðslu vörunnar. Í apríl 2007 fékk Lýsi Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Fyrirtækið fékk verðlaunin fyrir þann einstaka árangur sem fyrirtækið hefur náð í sölu- og markaðsmálum á afurðum úr lýsi og fyrir þá framsýni sem fyrirtækið hefur sýnt í vöruþróun og eflingu þekkingar og færni á sínu sviði.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.