Nýr knapi í liði Auðsholtshjáleigu

Sjötta liðið sem við kynnum til leiks er lið Auðsholtshjáleigu en liðið hefur verið með í deildinni frá árinu 2010. Fyrstu tvö árin var það eingöngu skipað konum en nú er það blandað. Liðið hefur sett svip sinn á deildina með prúðmannlegri framkomu og glæsilegri reiðmennsku en það sigraði liðakeppnina í fyrra eða 2016. Örlitlar breytingar hafa átt sér stað á liðinu frá því í fyrra en Árni Björn Pálsson er hættur í liðinu og í hans stað kemur Janus Halldór Eiríksson. Þórdís Erla Gunnarsdóttir er liðsstjóri sem fyrr og aðrir liðsfélagar eru Sylvía Sigurbjörnsdóttir, Ásmundur Ernir og Bjarni Bjarnason.

Þórdís Erla Gunnarsdóttir, liðsstjóri, er tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hún starfar við tamningar á Grænhóli. Þórdís Erla hefur verið viðloðandi keppni frá blautu barnsbeini og hefur jafnframt verið að koma sterk inn í kynbótasýningum síðustu ár.

Ásmundur Ernir Snorrason kom nýr inn í deildina í fyrra. Ásmundur starfar sem tamingamaður á Strandarhöfði í Landeyjum. Hann var kosinn efnilegasti knapi ársins 2012 og hefur verið framarlega á keppnisbrautinni frá barnsaldri. Hann hefur m.a. verið í úrslitum á Landsmótum og Íslandsmótun auk þess að eiga nokkra Íslandsmeistaratitla. Ásmundur hefur vakið athygli meðal annars á hestunum Rey frá Melabergi og Speli frá Njarðvík en þeir Ásmundur og Spölur voru í 3. sæti í a úrslitum á Landsmóti 2016 í B flokki

Bjarni Bjarnason er sonur Bjarna Þorkelssonar og Margrétar Hafliðadóttur á Þóroddsstöðum. Bjarni er menntaður frá Hólaskóla og hefur sýnt kynbótahross með góðum árangri, en einna helst hefur hann verið atkvæðamikill í skeiðkappreiðum undanfarin ár. Bjarni varð Íslandsmeistari í 100m. skeiði á hryssunni Heru frá Þóroddsstöðum árið 2014 og 2015. Bjarni setti einnig heimsmet og Íslandsmet á Heru sumarið 2014 og bætti það síðan á Landsmóti 2016. Bjarni er skeiðknapi ársins 2016

Janus Halldór Eiríksson starfar við tamningar á Laugarbökkum. Hann hefur náð góðum árangir á kynbótabrautinni og sýnt margan gæðinginn. Einnig hefyr hann náð fínum árangri á keppnisbrautinni m.a. á hestinum Barða frá Laugabökkum.  

Sylvía Sigurbjörnsdóttir er úrskrifaður reiðkennari og þjálfir frá Háskólanum á Hólum. Sylvía hefur vakið athygli fyrir prúðmannlega og glæsilega reiðmennsku, m.a. á gæðingunum Þresti og Þóri frá Hólum. Sylvía og gæðingur hennar Héðinn-Skúli hafa vakið mikla athygli eftir glæsilega framgöngu í fimmgangi.

 

Auðsholtshjáleiga í Ölfusi er það hrossaræktarbú sem oftast hefur hlotið titilinn Ræktunarbú ársins en búið hefur hampað titlinum sex sinnum, 1999, 2003, 2006, 2008, 2011 og 2013. Eigendur búsins eru þau Gunnar Arnarsson og Kristbjörg Eyvindsdóttir en samhliða búinu reka þau útflutningsfyrirtækið Gunnar Arnarsson ehf. Aðalbækistöð búsins er á Grænhóli í Ölfusi. Þar er frábær aðstaða til tamninga og þjálfunar sem byggist meðal annars á frábærum reiðleiðum, reiðhöll, hringvelli með beinni braut, hlaupabretti og að sjálfsögðu glæsilegu hesthúsi.

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.