Óstöðvandi

Árni Björn Pálsson var rétt í þessu að tryggja sér þriðja sigurinn í röð í Meistaradeildinni en hann sigraði fimmganginn á Oddi frá Breiðholti í Flóa. Í öðru sæti var Daníel Jónsson á Þór frá Votumýri og í því þriðja Hulda Gútafsdóttir á Birki frá Vatni.

Liðakeppnin hélst nokkuð óbreytt en lið Auðsholtshjáleigu er enn á toppnum með 289 stig. Lið Hestvits/Árbakka/Svarthöfða er í öðru sæti með 264,5 stig og í því þriðja er lið Gangmyllunar með 226 stig. Árni Björn er langefstur í einstaklingskeppninni með 53,5 stig en annar er Jakob S. Sigurðsson með 34,5 stig og þriðja Hulda Gústafsdóttir með 27 stig. Hér er hægt að sjá stöðuna í liða- og einstaklingskeppninni. 

 

NIÐURSTÖÐUR ÚR A ÚRSLITUM

NIÐURSTÖÐUR ÚR FORKEPPNI



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Online subscription

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.