Ráslisti fyrir fimmganginn

Næst á dagskrá er fimmgangur en keppni hefst kl. 19:00 og verður hún haldin í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi. Fyrstur í braut er John Kristinn Sigurjónsson á Snævari Þór frá Eystra-Fróðholti en þeir keppa fyrir lið Heimahaga. Ísólfur Líndal sigraði þessa grein í fyrra á Sólbjarti frá Flekkudal en þeir mæta aftur í ár og gaman verður að sjá hvort þeir verja titilinn. Einungis einu sinni áður hefur sama parið unnið fimmganginn tvö ár í röð en það voru þau Hulda Gústafsdóttir og Galdur frá Flagbjarnarholti árin 2008 og 2007. 

Næstum allir hestarnir sem voru í A úrslitum í fyrra mæta aftur í ár nema Reynir Örn Pálmason og Sigurbjörn Bárðarson mæta með nýja hesta. Reynir mætir með Laxnes frá Lambanesi og Sigurbjörn með Nagla frá Flagbjarnarholti. 

Það styttist í annan endan hjá okkur í Meistaradeildinni en þetta er næst síðasta mótið, síðasta mótið verður haldið 8. apríl og þá verður keppt í tölti og skeiði gegnum höllina. 

Hart er barist í liða og einstaklingskeppninni en efstur þar er Árni Björn Pálsson með 41,5 stig og annar er Jakob S. Sigurðsson með 32,0 stig. Árni Björn mætir með Odd frá Breiðholti en þeir voru í úrslitum í fyrra og hafa verið að gera það gott í fimmgangskeppnum undanfarin ár þannig að hér er á ferðinni reynslu mikið par. Jakob S. Sigurðsson mætir hins vegar með Auðlind frá Brúnum en Auðlind er einungis 6 vetra og því heldur óreynd á keppnisvellinum. Gaman verður að sjá hvað Jakob og Auðlind eiga eftir að gera annað kvöld. 

Ráslisti:

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 John K. Sigurjónsson Snævar Þór frá Eystra-Fróðholti Ás frá Ármóti Grimma frá Bakkakoti Grár 12 Heimahagi
2 Þórarinn Eymundsson Milljarður frá Barká Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Þota frá Dalsmynni Brúnn 8 Ganghestar/Margrétarhof
3 Hulda Gústafsdóttir Birkir frá Vatni Glymur frá Innri-Skeljabrekku Þokkadís frá Holtsmúla Vindóttur 8 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
4 Elvar Þormarsson Undrun frá Velli Klettur frá Hvammi Unnur frá Velli II Jarpskjótt 9 Lýsi/Þjóðólfshagi/Oddhóll
5 Ísólfur Líndal Þórisson Sólbjartur frá Flekkudal Huginn frá Haga I Pyttla frá Flekkudal Brúnn 10 Heimahagi
6 Bjarni Bjarnason Hnokki frá Þóroddsstöðum Aron frá Strandarhöfði Dama frá Þóroddsstöðum Brúnn 9 Auðsholtshjáleiga
7 Daníel Jónsson Þór frá Votumýri 2 Álfur frá Selfossi Önn frá Ketilsstöðum Rauður 8 Gangmyllan
8 Ólafur Andri Guðmundsson Hekla frá Feti Vilmundur frá Feti Ösp frá Háholti Brún 7 Hrímnir/Export hestar
9 Ævar Örn Guðjónsson Galdur frá Reykjavík Seiður frá Flugumýri II Snerra frá Reykjavík Brúnn 7 Heimahagi
10 Teitur Árnason Sif frá Helgastöðum Geisli frá Sælukoti Strípa frá Helgastöðum 2 Móbrún 9 Top Reiter/Sólning
11 Sigurður Óli Kristinsson Dofri frá Steinnesi Gígjar frá Auðsholtshjáleigu Dáð frá Steinnesi Jarpur 11 Hrímnir/Export hestar
12 Sigurbjörn Bárðarson Nagli frá Flagbjarnarholti Geisli frá Sælukoti Surtsey frá Feti Svartur 7 Lýsi/Þjóðólfshagi/Oddhóll
13 Ásmundur Ernir Snorrason Kvistur frá Strandarhöfði Hágangur frá Narfastöðum Hraundís frá Lækjarbotnum Jarpstj 9 Auðsholtshjáleiga
14 Jakob Svavar Sigurðsson Auðlind frá Brúnum Auður frá Lundum II Átta frá EystriöHól Brún 6 Top Reiter/Sólning
15 Þórarinn Ragnarsson Sæmundur frá Vesturkoti Sædynur frá Múla Stelpa frá Meðalfelli Brúnn 8 Hrímnir/Export hestar
16 Sigurður Vignir Matthíasson Gormur frá Efri-Þverá Blær frá Torfunesi Rauðkolla frá Litla-Moshvoli Brúnn 10 Ganghestar/Margrétarhof
17 Olil Amble Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Orri frá Þúfu í Landeyjum Álfadís frá Selfossi Brúnskj. 9 Gangmyllan
18 Konráð Valur Sveinsson Forkur frá Laugavöllum Leiknir frá Laugavöllum Freyja frá Kirkjubæ Bleikál 14 Lýsi/Þjóðólfshagi/Oddhóll
19 Viðar Ingólfsson Eyjarós frá Borg Roði frá Múla Drífa frá Reykjavík Rauð 7 Top Reiter/Sólning
20 Ragnar Tómasson Byr frá Borgarnesi Hlynur frá Haukatungu Syðri1 Ísafold frá Leirulækjaseli 2 Jarpvindó 7 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
21 Árni Björn Pálsson Oddur frá Breiðholti Þokki frá Kýrholti Gunnvör frá Miðsitju Rauðstj 9 Auðsholtshjáleiga
22 Elvar Einarsson Roði frá Syðra-Skörðugili Tindur frá Varmalæk Lára frá Syðra-Skörðugili Rauður 7 Gangmyllan
23 Hinrik Bragason Hervar frá Hamarsey Aron frá Strandarhöfði Hrund frá Árbæ Móbrúnn 7 Hestvit/Árbakki/Svarthöfði
24 Reynir Örn Pálmason Laxnes frá Lambanesi Kiljan frá Steinnesi Sveifla frá Lambanesi Rauðstj 7 Ganghestar/Margrétarhof

 

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.