Ákveðin kynslóðaskipti

Reynir Örn Pálmason er heimsmeistari í samanlögðum fimmgangsgreinum en hann lenti í öðru sæti í bæði fimmgangi og slaktaumatölti á Heimsmeistaramótinu í Herning.

Reynir er í liði Ganghesta/Margrétarhofs en liðið er í sjötta sæti í liðakeppninni með 173,5 stig. “Veturinn er búin að ganga ágætlega hjá okkur. Það urðu ákveðin kynslóðaskipti í hesthúsinu hjá mér í vetur og það munar mikið um það. Sex hross sem við vorum að nota í fyrra eru farin úr húsinu svo það er meira en að segja það að fylla upp í skarðið,” segir Reynir en liðið stóð sig mjög vel í skeiðgreinunum þar sem þau voru í öðru sæti eftir skeiðmótið. “Gæðingafiminn var ekki beint okkar sterkasta grein. Þar vantaði okkar aðal gæðingafimi knapann en hún var frá vegna barnseigna. Það er svo sem mér sjálfum að kenna,” segir Reynir en hér er hann að tala um Aðalheiði Önnu Guðjónsdóttur en þau Reynir og Aðalheiður eignuðust saman son í október síðast liðinn.

Reynir er bjartsýnn fyrir fimmganginn en slaktaumatöltið og fimmgangur hafa verið sterkustu greinar liðsins hingað til. “Við erum búin að hífa okkur aðeins upp núna sérstaklega eftir síðasta mót. Við eigum eftir að taka loka æfingu fyrir fimmganginn en það verður gert í kvöld. Þórarinn Eymundsson var að koma í bæinn og erum við ekki búin að sjá hestinn hjá honum” segir Reynir en þeir sem koma til greina í liðið eru Sigurður V. Matthíasson á Gormi, Þórarinn á Narra frá Vestri-Leirárgörðum, Edda Rún Ragnarsdóttir á Kinnskæ frá Selfossi og Reynir á Laxnes frá Lambanesi. “Styrkleikinn er svo gríðarlegur í þessu liðið að það er ekki hlaupið að því að fá að vera með í fimmgangnum. Það er slegist um hvert pláss, meira segja KS meistarinn sjálfur þarf að fara í úrtöku,” segir Reynir að lokum og glottir.

Fylgist með á fimmtudaginn kl. 19:00 á Stöð2Sport eða mætið í Samskipahöllina í Spretti í Kópavogi. Þetta stefnir í hörkuspennandi keppni en einugist tvö mót eru eftir. 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.