Ráslisti fyrir slaktaumatöltið
Keppt verður í slaktaumatölti á morgun í Fákaseli en keppni hefst kl. 19:00. Ráslistinn er klár en fyrstur í braut er Sigurbjörn Bárðarson á Spóa frá Litlu-Brekku. Þetta er frumraun Spóa í slaktaumatölti en þeir hafa gert það gott í fimmgangi. Næstur á eftir honum er liðsfélagi hans Sigurður Sigurðarson en hann keppir á Freyþóri frá Ásbrú. Sigurður og Freyþór voru í þriðja sæti í fyrra í slaktaumatölti svo spennandi verður að sjá hvað þeir gera í ár.
Í A úrslitum í fyrra voru þau Lena Zielinski (efst) á Melkorku frá Hárlaugsstöðum, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla (annar), Sigurður (þriðji), Árni Björn Pálsson á Skímu frá Kvistum (fjórði), Bergur Jónsson á Frama frá Ketilsstöðum (fimmti) og Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum (sjötti). Í ár mæta þau öll aftur nema Reynir og Sigurbjörn tefla fram nýjum hestum þar sem báðir hestarnir fóru úr landi síðasta sumar til að keppa á heimsmeistaramótinu í Herning. Bergur Jónsson mætir í ár á Simba frá Ketilsstöðum en Simbi var í B úrslitum í fyrra undir stjórn Olil Amble. Frami frá Ketilsstöðum keppir þó í slaktaumatöltinu aftur í ár en nýliðin Elin Holst mun taka hann til kostanna.
Hulda Gústafsdóttir mætir með Skorra frá Skriðulandi en Gústaf Ásgeir Hinriksson varð Íslandsmeistari í slaktaumatölti í ungmennaflokki á honum síðasta sumar en þeir hlutu 8,08 í einkunn. Þetta verður hörku spennandi keppni þar sem gamal reyndir snillingar mæta í braut sem og efnilegar framtíðarstjörnur.
Eins og áður verður hlaðborð í boði í Fákaseli fyrir keppni og léttar veitingar seldar á meðan keppni fer fram. Húsið opnar 17:00 en miðar eru seldir í verslunum Líflands og í Baldvini og Þorvaldi og Top Reiter en einnig við innganginn.
Nr. | Knapi | Hestur | Faðir | Móðir | Litur | Aldur | Lið |
1 | Sigurbjörn Bárðarson | Spói frá Litlu-Brekku | Ofsi frá Brún | Syrpa frá Ytri-Hofdölum | Móbrúnn | 11 | Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi |
2 | Sigurður Sigurðarson | Freyþór frá Ásbrú | Álfasteinn frá Selfossi | Njála frá Hafsteinsstöðum | Fífilbleikskj. | 10 | Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi |
3 | Hinrik Bragason | Pistill frá Litlu-Brekku | Moli frá Skriðu | Prinsessa frá Litla-Dunhaga 1 | Brúnn | 9 | Árbakki/Hestvit/Svarthöfði |
4 | Þórarinn Eymundsson | Taktur frá Varmalæk | Kraftur frá Bringu | Tilvera frá Varmalæk | Brúnn | 12 | Ganghestar/Margrétarhof |
5 | Jakob Svavar Sigurðsson | Gloría frá Skúfslæk | Glymur frá Árgerði | Tign frá Hvítárholti | Rauð | 8 | Top Reiter/Sólning |
6 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Nótt frá Sörlatungu | Segull frá Sörlatungu | Gæfa frá Sörlatungu | Jörp | 12 | Hrímnir/Export hestar |
7 | Lena Zielinski | Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 | Rökkvi frá Hárlaugsstöðum | Steinborg frá Lækjarbotnum | Rauð | 10 | Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi |
8 | Árni Björn Pálsson | Skíma frá Kvistum | Skálm frá Berjanesi | Krákur frá Blesastöðum 1A | Brúnn | 8 | Auðsholtshjáleiga |
9 | Reynir Örn Pálmason | Freyr frá Vindhóli | Rökkvi frá Hárlaugsstöðum | Blíða frá Flögu | Korgjarpur | 9 | Ganghestar/Margrétarhof |
10 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Sveinn-Hervar f. Þúfu í Landeyjum | Framkvæmd frá Ketilsstöðum | Brúnn | 9 | Gangmyllan |
11 | Guðmar Þór Pétursson | Nóta frá Grímsstöðum | Stormur frá Leirulæk | Nótt frá Grímsstöðum | Brún | 7 | Heimahagi |
12 | Eyrún Ýr Pálsdóttir | Straumur frá Sörlatungu | Segull frá Sörlatungu | Skotta frá Ármóti | Jarpur | 11 | Hrímnir/Export hestar |
13 | Olil Amble | Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum | Álfadís frá Selfossi | Orri frá Þúfu í Landeyjum | Brúnn | 9 | Gangmyllan |
14 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Ösp frá Enni | Goði frá Auðsholtshjáleigu | Sending frá Enni | Móálótt | 14 | Auðsholtshjáleiga |
15 | Viðar Ingólfsson | Pixi frá Mið-Fossum | Krákur frá Blesastöðum 1A | Snekkja frá Bakka | Brún | 6 | Top Reiter/Sólning |
16 | Hulda Gústafsdóttir | Skorri frá Skriðulandi | Grunur frá Oddhóli | Freysting frá Akureyri | Brúnn | 10 | Árbakki/Hestvit/Svarthöfði |
17 | Ásmundur Ernir Snorrason | Loki frá Dallandi | Gustur frá Hóli | Lukka frá Dallandi | Móbrúnn | 12 | Auðsholtshjáleiga |
18 | Þórarinn Ragnarsson | Blæja frá Fellskoti | Sveinn-Hervar f. Þúfu í Landeyjum | Drift frá Bergstöðum | Jörp | 7 | Hrímnir/Export hestar |
19 | Ísólfur Líndal Þórisson | Gulltoppur frá Þjóðólfshaga | Hugi frá Hafsteinsstöðum | Gylling frá Kirkjubæ | Rauðbles.glófextur | 12 | Heimahagi |
20 | Jóhann K. Ragnarsson | Nös frá Leirubakka | Væringi frá Árbakka | Höll frá Árbakka | Rauðnösótt | 9 | Ganghestar/Margrétarhof |
21 | Teitur Árnason | Rektor frá Vakurstöðum | Leiknir frá Vakurstöðum | Rauðskinna frá Kirkjubæ | Brúnn | 9 | Top Reiter/Sólning |
22 | John K. Sigurjónsson | Sólroði frá Reykjavík | Bragi frá Kópavogi | Sól frá Reykjavík | Rauður | 9 | Heimahagi |
23 | Bergur Jónsson | Simbi frá Ketilsstöðum | Kjarkur frá Egilsstaðabæ | Ljónslöpp frá Ketilsstöðum | Rauður | 15 | Gangmyllan |
24 | Ragnar Tómasson | Glóinn frá Halakoti | Sædynur frá Múla | Glóð frá Grjóteyri | Rauðbles. | 8 | Árbakki/Hestvit/Svarthöfði |