Ráslisti fyrir slaktaumatöltið

Keppt verður í slaktaumatölti á morgun í Fákaseli en keppni hefst kl. 19:00. Ráslistinn er klár en fyrstur í braut er Sigurbjörn Bárðarson á Spóa frá Litlu-Brekku. Þetta er frumraun Spóa í slaktaumatölti en þeir hafa gert það gott í fimmgangi. Næstur á eftir honum er liðsfélagi hans Sigurður Sigurðarson en hann keppir á Freyþóri frá Ásbrú. Sigurður og Freyþór voru í þriðja sæti í fyrra í slaktaumatölti svo spennandi verður að sjá hvað þeir gera í ár. 

Í A úrslitum í fyrra voru þau Lena Zielinski (efst) á Melkorku frá Hárlaugsstöðum, Reynir Örn Pálmason á Greifa frá Holtsmúla (annar), Sigurður (þriðji), Árni Björn Pálsson á Skímu frá Kvistum (fjórði), Bergur Jónsson á Frama frá Ketilsstöðum (fimmti) og Sigurbjörn Bárðarson á Jarli frá Mið-Fossum (sjötti). Í ár mæta þau öll aftur nema Reynir og Sigurbjörn tefla fram nýjum hestum þar sem báðir hestarnir fóru úr landi síðasta sumar til að keppa á heimsmeistaramótinu í Herning. Bergur Jónsson mætir í ár á Simba frá Ketilsstöðum en Simbi var í B úrslitum í fyrra undir stjórn Olil Amble. Frami frá Ketilsstöðum keppir þó í slaktaumatöltinu aftur í ár en nýliðin Elin Holst mun taka hann til kostanna. 

Hulda Gústafsdóttir mætir með Skorra frá Skriðulandi en Gústaf Ásgeir Hinriksson varð Íslandsmeistari í slaktaumatölti í ungmennaflokki á honum síðasta sumar en þeir hlutu 8,08 í einkunn. Þetta verður hörku spennandi keppni þar sem gamal reyndir snillingar mæta í braut sem og efnilegar framtíðarstjörnur. 

Eins og áður verður hlaðborð í boði í Fákaseli fyrir keppni og léttar veitingar seldar á meðan keppni fer fram. Húsið opnar 17:00 en miðar eru seldir í verslunum Líflands og í Baldvini og Þorvaldi og Top Reiter en einnig við innganginn. 

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Sigurbjörn Bárðarson Spói frá Litlu-Brekku Ofsi frá Brún Syrpa frá Ytri-Hofdölum Móbrúnn 11 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
2 Sigurður Sigurðarson Freyþór frá Ásbrú Álfasteinn frá Selfossi Njála frá Hafsteinsstöðum Fífilbleikskj. 10 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
3 Hinrik Bragason Pistill frá Litlu-Brekku Moli frá Skriðu Prinsessa frá Litla-Dunhaga 1 Brúnn 9 Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
4 Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk Kraftur frá Bringu Tilvera frá Varmalæk Brúnn 12 Ganghestar/Margrétarhof
5 Jakob Svavar Sigurðsson Gloría frá Skúfslæk Glymur frá Árgerði Tign frá Hvítárholti Rauð 8 Top Reiter/Sólning
6 Hanna Rún Ingibergsdóttir Nótt frá Sörlatungu Segull frá Sörlatungu Gæfa frá Sörlatungu Jörp 12 Hrímnir/Export hestar
7 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum 2 Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Steinborg frá Lækjarbotnum Rauð 10 Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
8 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Skálm frá Berjanesi Krákur frá Blesastöðum 1A Brúnn 8 Auðsholtshjáleiga
9 Reynir Örn Pálmason Freyr frá Vindhóli Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Blíða frá Flögu Korgjarpur 9 Ganghestar/Margrétarhof
10 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar f. Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 9 Gangmyllan
11 Guðmar Þór Pétursson Nóta frá Grímsstöðum Stormur frá Leirulæk Nótt frá Grímsstöðum Brún 7 Heimahagi
12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Straumur frá Sörlatungu Segull frá Sörlatungu Skotta frá Ármóti Jarpur 11 Hrímnir/Export hestar
13 Olil Amble Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Álfadís frá Selfossi Orri frá Þúfu í Landeyjum Brúnn 9 Gangmyllan
14 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Ösp frá Enni Goði frá Auðsholtshjáleigu Sending frá Enni Móálótt 14 Auðsholtshjáleiga
15 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum Krákur frá Blesastöðum 1A Snekkja frá Bakka Brún 6 Top Reiter/Sólning
16 Hulda Gústafsdóttir Skorri frá Skriðulandi Grunur frá Oddhóli Freysting frá Akureyri Brúnn 10 Árbakki/Hestvit/Svarthöfði
17 Ásmundur Ernir Snorrason Loki frá Dallandi Gustur frá Hóli Lukka frá Dallandi Móbrúnn 12 Auðsholtshjáleiga
18 Þórarinn Ragnarsson Blæja frá Fellskoti Sveinn-Hervar f. Þúfu í Landeyjum Drift frá Bergstöðum Jörp 7 Hrímnir/Export hestar
19 Ísólfur Líndal Þórisson Gulltoppur frá Þjóðólfshaga Hugi frá Hafsteinsstöðum Gylling frá Kirkjubæ Rauðbles.glófextur 12 Heimahagi
20 Jóhann K. Ragnarsson Nös frá Leirubakka Væringi frá Árbakka Höll frá Árbakka Rauðnösótt 9 Ganghestar/Margrétarhof
21 Teitur Árnason Rektor frá Vakurstöðum Leiknir frá Vakurstöðum Rauðskinna frá Kirkjubæ Brúnn 9 Top Reiter/Sólning
22 John K. Sigurjónsson Sólroði frá Reykjavík Bragi frá Kópavogi Sól frá Reykjavík Rauður 9 Heimahagi
23 Bergur Jónsson Simbi frá Ketilsstöðum Kjarkur frá Egilsstaðabæ Ljónslöpp frá Ketilsstöðum Rauður 15 Gangmyllan
24 Ragnar Tómasson Glóinn frá Halakoti Sædynur frá Múla Glóð frá Grjóteyri Rauðbles. 8 Árbakki/Hestvit/Svarthöfði


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.