Simbi og Frami mæta

Lið Gangmyllunnar hefur gengið vel í slaktaumatölti hér áður en við heyrðum í Bergi Jónssyni og fengum að vita hvernig undirbúningur gengi.

“Það er góð stemming í liðinu. Daníel Jónsson nýbúin að eignast krakka og allir glaðir,” segir Bergur en ekki er búið að ákveða nákvæmlega hvaða hestar munu keppa fyrir hönd Gangmyllunar næsta fimmtudag.

“Við erum ekki búin að taka æfingu en það er líklegt að Frami og Simbi frá Ketilsstöðum mæti í slaktaumatöltið,” segir Bergur en Frami og Simbi frá Ketilsstöðum hafa verið farsælir í slaktaumatöltinu í Meistaradeildinni. “Þeir eru orðnir reyndir svo þetta lítur vel út svona fyrir fram. Þriðji hesturinn er ekki alveg komið á hreint en það eru góðir hestar sem koma til greina.”



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.