Melkorka mætir aftur

Nú er vika í næsta mót sem er slaktaumatölt. Lið Lýsis/Oddhóls/Þjóðólfshaga gekk ótrúlega vel í slaktaumatöltinu í fyrra en allir þrír knaparnir náðu í A úrslit og Lena Zielinski sigraði greinina. Við heyrðum í Sigurði Sigurðarsyni, liðstjóra liðsins.

“Undirbúningur gengur ágætlega. Við eigum eftir að taka loka æfingu og ákveða hvaða hestar keppa fyrir liðið. Þetta lítur samt vel út. Lena mætir með Melkorku en þær sigruðu í fyrra svo ég reikna með að hún verði öflug. Sigurbjörn mætir með nýjan hest þar sem Jarl fór út í fyrra en ég sjálfur er með tvö hross sem ég er að velta fyrir mér annars vegar Lokadóttirina List frá Langsstöðum og hins vegar Freyþór frá Ásbrú,” segir Sigurður en hann var í þriðja sæti á honum í fyrra.

Liðið er í mjög svipaðri stöðu og í fyrra í liðakeppninni en eftir gæðingafimina var liðið, eins og nú, í síðasta sæti. “Mér leist mjög ill á þetta í fyrra svo við héldum neyðarfund og náðum að rífa okkur upp í fyrsta sætið. Staðan er ekki gæfuleg eins og hún er nú en það getur allt gerst” segir Sigurður og greinilegt að liðið ætlar að gefa allt sitt í að ná sér upp af botninum.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.