Hulda nældi sér í gullið

Hulda Gústafsdóttir kom sá og sigraði fjórganginn í Meistaradeildinni. Hún og Askur héldu efsta sætinu allan tíman og áttu stórglæsilegar sýningar bæði í forkeppni og úrslitum. Jakob S. Sigurðsson varð annar á glæsihryssunni Júlíu frá Hamarsey, efnileg keppnishryssa þar á ferð en í þriðja sæti voru þau Elin Holst og Frami frá Ketilsstöðum en þetta er í fyrsta skipti sem Elin tekur þátt í Meistaradeildinni.

Hér fyrir neðan eru niðurstöðurnar en hægt er að sjá sundurliðaðar einkunnir hér

Eftir fjórganginn hefur lið Auðsholtshjáleigu náð nokkuð góðu forskoti á hin liðin í liðakeppninni en 25 stig eru á milli þess og Ganghesta/Margrétarhofs sem eru í öðru sæti. Árni Björn er efstur í einstaklingskeppninni með 19,5 stig og annar er Sigurður V. Matthíasson með 17,5 stig. Hér er hægt að sjá stöðuna

Niðurstöður úr A úrslitum:

1 Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.90
2 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Top Reiter / Sólning 7.73
3 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.70
4 Þórdís Erla Gunnarsdóttir, liðsstjóri Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.47
5 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.27
6 Hinrik Bragason, liðsstjóri Pistill frá Litlu-Brekku Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.17
7 Eyrún Ýr Pálsdóttir, Liðsstjóri Kjarval frá Blönduósi Hrímnir / Export hestar 7.00

Niðurstöður úr forkeppni:

1 Hulda Gústafsdóttir Askur frá Laugamýri Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.87
2 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.57
3 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Top Reiter / Sólning 7.50
4 Eyrún Ýr Pálsdóttir, Liðsstjóri Kjarval frá Blönduósi Hrímnir / Export hestar 7.27
5 Þórdís Erla Gunnarsdóttir, liðsstjóri Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.27
6 Bergur Jónsson Katla frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.23
7 Hinrik Bragason, liðsstjóri Pistill frá Litlu-Brekku Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.23
8 Árni Björn Pálsson Skíma frá Kvistum Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.17
9 Matthías Leó Matthíasson Nanna frá Leirubakka Top Reiter / Sólning 7.17
10 Ásmundur Ernir Snorrason Spölur frá Njarðvík Auðsholtshjáleiga - Horseexport 7.13
11 Ísólfur Líndal Þórisson Kristófer frá Hjaltastaðahvammi Heimahagi 7.10
12 Þórarinn Eymundsson Taktur frá Varmalæk Ganghestar / Margrétarhof 7.10
13 Ragnar Tómasson Glóey frá Halakoti Hestvit / Árbakki / Svarthöfði 7.00
14 Hanna Rún Ingibergsdóttir Nótt frá Sörlatungu Hrímnir / Export hestar 6.97
15 Lena Zielinski Melkorka frá Hárlaugsstöðum Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi 6.87
16 Sigurbjörn Bárðarson Þrándur frá Sauðárkróki Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi 6.83
17 Olil Amble, liðsstjóri Gjöf frá Sjávarborg Gangmyllan 6.80
18 Ólafur Andri Guðmundsson Straumur frá Feti Hrímnir / Export hestar 6.77
19 Reynir Örn Pálmasson Sváfnir frá Miðsitju Ganghestar / Margrétarhof 6.67
20 Teitur Árnason Bjarmi frá Garðakoti Top Reiter / Sólning 6.60
21 John Kristinn Sigurjónsson Sólroði frá Reykjavík Heimahagi 6.60
22 Sigurður Vignir Matthíasson, liðsstjóri Völsungur frá Húsavík Ganghestar / Margrétarhof 6.57
23 Sigurður Sigurðarson, liðsstjóri Öngull frá Efri-Rauðalæk Lýsi / Oddhóll / Þjóðólfshagi 5.67
24 Guðmar Þór Pétursson, liðsstjóri Stjörnufákur frá Blönduósi Heimahagi 5.53


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.