Ekki pláss fyrir meðalmennsku

Árni Björn Pálsson sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni árið 2014 og 2015. Árni er í liði Auðsholtshjáleigu en það er eitt af elstu liðunum í deildinni og eru þau í þriðja sæti í liðakeppninni.

Búið er að ákveða hverjir munu keppa fyrir hönd Auðsholtshjáleigu í fjórgangnum en Þórdís Erla Gunnarsdóttir mun mæta með Sprota frá Enni en Þórdís og Sproti voru í 3. sæti í fyrra. Árni Björn mætir með Skímu frá Kvistum en þau enduðu í 4. sæti og Ásmundur Ernir Snorrason, sem kom nýr inn á þessu ári, mætir á Spöl frá Njarðvík. “Staðan er bara nokkuð góð, liðið orðið klárt. Þetta verður með nokkuð svipuðu sniði hjá mér og í fyrra. Ég mæti með Skímu frá Kvistum en hún er í topp standi, létt og skemmtileg. Voða sæt, kolsvört hryssa, hún er töluvert sterkari heldur en í fyrra líkamlega enda lengra á veg komin núna” segir Árni Björn en Árni mun mæta með svipaðan kjarna af hestum í ár líkt og í fyrra.

Ekki er skortur á svörum hjá Árna þegar hann er inntur eftir því hvort að hann ætli sér að verja titilinn og taka þrennuna. “Það er eiginlega ekki hægt að svara þessu öðruvísi en svo að sá knapi sem ekki stefnir á sigur er ekki á réttum stað sem keppandi í Meistaradeildinni,” segir Árni Björn og bætir við að það á ekki að vera pláss fyrir meðalmennsku í meistaradeildinni.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.