"Deildin er mjög sterk"

Lið Árbakka/Hestvits hefur verið í 5 ár í deildinni en í liðinu eru þau Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir, Ólafur B. Ásgeirsson, Gústaf Ásgeir Hinriksson og Ragnar Tómasson. Þau Hulda og Hinni hafa haft það sem mottói að gefa ungum knöpum tækifæri, en þau hafa alltaf verið með unga og efnilega knapa með sér í liði. Við ákváðum að heyra í Huldu og sjá hvernig undirbúningur gengur fyrir fjórganginn.

“Mér líst vel á þetta en það er fín stemming í mínu liði. Ég held almennt að stemmingin sé bara prýðileg. Það hefur borið á því að verið sé að tala deildina niður, meira að segja í fjölmiðlum, en sú umræða finnst mér mjög ósanngjörn og oft lýsa öfund en deildin er mjög sterk eins og undanfarin ár, jafnvel sterkari,” segir Hulda og bætir við að í deildinni séu lunginn af sterkustu knöpum Suðurlands og Vesturlands.

Lið Árbakka/Hestvits mætir bratt til leiks í fjórganginn en Hulda mun mæta með Ask frá Laugamýri. Hulda byrjaði að keppa á Aski í fyrra og enduðu þau m.a. í 3. sæti á Íslandsmótinu í Spretti og sigruðu Suðurlandsmót. “Það er ekki endanlega ákveðið hvernig liðið mun líta út næsta fimmtudag. Það eru tveir sem eru alveg klárir en við erum svona að skoða hver verður sá þriðji, það koma nokkrir til greina,” segir Hulda en Hinrik mun mæta með Pistil frá Litlu-Brekku í fjórganginn.

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Online subscription

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.