Fyrsti þáttur í kvöld

Í dag er vika í að Meistaradeildin í hestaíþróttum byrji aftur og í kvöld verður sýndur fyrsti þátturinn frá þessu tímabili á Stöð 2 sport kl. 20:05. Í fyrsta þættinum verður sýnt frá skeiðmóti Meistaradeildarinnar sem var haldið 12. september á Selfossi en keppt var í gæðingaskeiði og 150m. skeiði.

Hægt er að kaupa áskrift af stöð 2 sport inn á vef Meistaradeildarinnar,http://www.meistaradeild.is. Einnig er hægt að kaupa net áskrift  á vef Meistaradeildarinnar en útsendingin þar verður í boði bæði á íslensku og ensku. 

Hægt verður að kaupa ársmiða á deildina í öllum helstu hestavöruverslunum landsins en miðarnir fara í sölu á morgun, föstudaginn 22.janúar. Verða þeir til sölu í Líflandi, Top Reiter og Baldvini og Þorvaldi. Dregið verður úr seldum miðum þegar líða tekur á tímabilið og eru veglegir vinningar í boði. Nánar um það síðar.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.