Hjarðartún stigahæsta liðið

Hjarðartún sigraði liðakeppnina í Meistaradeildinni í hestaíþróttum 2020 með 377 stig.  Hjarðartún var efsta liðið strax eftir fjórganginn og hélt liðið forustunni út allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangnum (deildu honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangnum og 150m. skeiðinu. 

Liðsmenn liðsins eru þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson.

Í öðru sæti var lið Hrímnis/Export hesta með 317,5 stig. Liðsmenn Hrímnis/Export hesta eru þau Viðar Ingólfsson, Arnar Bjarki Sigurðsson, Flosi Ólafsson, Fredrica Fagerlund og Siguroddur Pétursson. Í þriðja sæti var lið Hestvit/Árbakki með 311,5 stig en liðsmenn þar eru Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Jóhann Kristinn Ragnarsson. 

Niðurstöður úr liðakeppni er hægt að sjá hér.

 


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.