Hjarðartún stigahæsta liðið
Hjarðartún sigraði liðakeppnina í Meistaradeildinni í hestaíþróttum 2020 með 377 stig. Hjarðartún var efsta liðið strax eftir fjórganginn og hélt liðið forustunni út allt tímabilið. Liðið hlaut liðaplattann í fjórgangnum (deildu honum með liði Eques/Kingsland), fimmgangnum og 150m. skeiðinu.
Liðsmenn liðsins eru þau Helga Una Björnsdóttir (liðsstjóri), Elvar Þormarsson, Hans Þór Hilmarsson, Jakob Svavar Sigurðsson og Þórarinn Ragnarsson.
Í öðru sæti var lið Hrímnis/Export hesta með 317,5 stig. Liðsmenn Hrímnis/Export hesta eru þau Viðar Ingólfsson, Arnar Bjarki Sigurðsson, Flosi Ólafsson, Fredrica Fagerlund og Siguroddur Pétursson. Í þriðja sæti var lið Hestvit/Árbakki með 311,5 stig en liðsmenn þar eru Hinrik Bragason, Hulda Gústafsdóttir, Gústaf Ásgeir Hinriksson, Jóhanna Margrét Snorradóttir og Jóhann Kristinn Ragnarsson.
Niðurstöður úr liðakeppni er hægt að sjá hér.