Ráslisti fyrir gæðingafimina

Það stefnir allt í hörku keppni í gæðingafimi sem fer fram nú á sunnudaginn 8.mars kl. 12:10 í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi.  Telma Tómasson er fyrst í braut en hún keppir á hestinum Baron frá Bala fyrir hönd Ganghesta / Austurás.

Það var Elin Holst sem sigraði þessa grein í fyrra á Frama frá Ketilsstöðum en þau munu mæta aftur á sunnudaginn. Eins og er er Jakob Svavar Sigurðsson efstir í einstaklingskeppninni en hann mun mæta með Hálfmána frá Steinsholti en þeir félagar sigruðu fjórganginn fyrr í vetur. Það er einn villiköttur skráður til leiks en hann mun keppa fyrir hönd Gangmyllunnar en Gangmyllan var stigahæsta liðið í fyrra í þessari grein með alla knapa í úrslitum.  

Húsið opnar kl: 10:00 en boðið verður upp á léttar veitingar.

Miðasala er í fullum gangi á tix.is og í verslun Líflands en ársmiðinn kostar 5.000 kr en einnig verður selt inn á staka viðburði. Ársmiðinn er einnig happadrættismiði en dregið verður úr seldum ársmiðum og eru glæsilegir vinningar í boði frá Líflandi, Top Reiter, Litlu hestabúðinni, Toyota Selfossi og folatollar undir marga af glæsilegustu stóðhestum landsins. 

Bein útsending verður á RÚV og fyrir þá sem staddir eru erlendis er hægt að gerast áskrifandi að deildinni á oz.com/meistaradeildin.

Við viljum benda fólki á að lokakvöld Meistaradeildarinnar hefur verið fært aftur um einn dag og verður það haldið föstudaginn 27.mars í Samskipahöllinni.

 

Dagskrá:
8.mars - Gæðingafimi, Samskipahöllin
14.mars - Skeiðmót, Selfoss
27.mars - Lokamót, tölt og flugskeið, Samskipahöllin

 

Ráslisti - Gæðingafimi

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið

1 Telma Tómasson Baron frá Bala Stæll frá Neðra-Seli Beta frá Forsæti Móálóttur 11 Ganghestar / Austurás

2 Hinrik Bragason Krummi frá Höfðabakka Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Dagrún frá Höfðabakka Brúnn 10 Hestvit / Árbakki

3 Flosi Ólafsson Frami frá Ferjukoti Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Skýla frá Kanastöðum Jarður 9 Hrímnir / Export hestar

4 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Framkvæmd frá Ketilsstöðum Brúnn 13 Gangmyllan

5 Matthías Leó Matthíasson Taktur frá Vakurstöðum Smári frá Skagaströnd Líra frá Vakurstöðum Brúnn 9 Eques / Kingsland

6 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Líf frá Þúfu í Landeyjum Jarpur 9 Hjarðartún

7 Ásmundur Ernir Snorrason Hnyðja frá Koltursey Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Kjarnorka frá Sauðárkróki Brúnn 11 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð

8 Árni Björn Pálsson Hátíð frá Hemlu II Þröstur frá Hvammi Hafrún frá Hemlu II Brúnn 10 Top Reiter

9 Glódís Rún Sigurðardóttir Glymjandi frá Íbishóli Dynjandi frá Íbishóli Salka frá Tumabrekku Brúnn 9 Ganghestar / Austurás

10 Guðmundur Björgvinsson Sölvi frá Auðsholtshjáleigu Gaumur frá Auðsholtshjáleigu Gígja frá Auðsholtshjáleigu Brúnn 10 Eques / Kingsland

11 Fredrica Fagerlund Stormur frá Yztafelli Seiður frá Flugumýri II Salvör frá Búlandi Brúnn 10 Hrímnir / Export hestar

12 Jakob Svavar Sigurðsson Hálfmáni frá Steinsholti Abel frá Eskiholti II Birna frá Ketilsstöðum Rauðstj. 9 Hjarðartún

13 Hulda Gústafsdóttir Sesar frá Lönguskák Ágústínus frá Melaleiti Hugdís frá Lækjarbotnum Jarpur 9 Hestvit / Árbakki

14 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Grunur frá Oddhóli Folda frá Lundi Móálóttur 15 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð

15 Olil Amble Álfaklettur frá Syðri-Gegnishólum Stáli frá Kjarri Álfadís frá Selfossi Móálóttur 7 Gangmyllan

16 Teitur Árnason Arthúr frá Baldurshaga Ársæll frá Hemlu II Kengála frá Búlandi Moldóttur 9 Top Reiter

17 Hanna Rún Ingibergsdóttir Ísrún frá Kirkjubæ Álfur frá Selfossi Lilja frá Kirkjubæ Rauðskj. 7 Eques / Kingsland

18 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Gjafar frá Hvoli Ösp frá Kollaleiru Brúnn 7 Ganghestar / Austurás

19 Jóhanna Margrét Snorradóttir Bárður frá Melabergi Héðinn frá Feti Skrítla frá Grímstungu Grár 10 Hestvit / Árbakki

20 Helga Una Björnsdóttir Vallarsól frá Völlum Álfur frá Selfossi Náttsól frá Fellsmúla Brúnn 7 Hjarðartún

21 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Óskar frá Blesastöðum 1A Móa frá Skarði Brúnn 9 Hrímnir / Export hestar

22 Eyrún Ýr Pálsdóttir Njörður frá Flugumýri II Sveinn-Hervar frá Þúfu í Landeyjum Smella frá Flugumýri Bleikál. 12 Top Reiter

23 Villiköttur Gangmyllan

24 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Fengur frá Auðsholtshjáleigu Loki frá Selfossi Frægð frá Auðsholtshjáleigu Brúnn 7 Auðsholtshjáleiga / Strandarhöfuð



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.