Töluverðar breytingar á liði Hrímnis/Export hesta

Sjötta liðið sem við kynnum til leiks er lið Hrímnis/Export hesta. Hrímnir var fyrst með lið í deildinni árið 2010 en Export hestar bætust við árið 2012. Liðið sigraði liðakeppnina í fyrra, árið 2019. Töluverðar breytingar hafa verið gerðar á knöpum, Viðar Ingólfsson og Siguroddur Pétursson héldu áfram en ný inn koma þau Arnar Bjarki Sigurðsson, Flosi Ólafsson og Fredrica Fagerlund.

Viðar Ingólfsson, liðsstjóri, stundar tamningar og þjálfun að Kvíarhóli, Ölfusi. Hann er margfaldur Íslandsmeistari, Landsmótssigurvegari í tölti ásamt mörgum öðrum fræknum sigrum. Hann var íþróttaknapi ársins 2008 og gæðingaknapi ársins 2007. Viðar sigraði Meistaradeildina 2007 og 2008.

Arnar Bjarki Sigurðsson er menntaður reiðkennari og þjálfari frá Háskólanum á Hólum. Hann hefur keppt mikið í gegnum tíðina, þar á meðal nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu. Arnar starfar á Sunnuhvoli og er einnig kynbótadómari.

Flosi Ólafsson er menntaður reiðkennari og tamningamaður frá Háskólanum á Hólum. Hann starfar nú við tamningar og þjálfun í Hafnarfiði. Flosi byrjaði ungur að ná góðum árangri bæði á keppnis- og kynbótavellinum en hann sýndi meðal annars Fork frá Breiðabólsstað landsmótssigurvegara í 5 vetra flokki stóðhesta árið 2016. 

Fredrica Fagerlund er útskrifaður reiðkennari með Bs í reiðmennsku og reiðkennslu frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur stundað hestamennsku frá blautu barnsbeini bæði innanlands sem utan. Að loknu reiðkennaranámi hóf Fredrica störf við kennslu við Háskólanum á Hólum, en undanfarin ár hefur hún stundað tamningar á félagssvæði Harðar í Mosfellsbæ sem og tekið að sér kennslu jafnt hérlendis sem erlendis. Fredrica hefur verið iðin á keppnisvellinum og hlaut m.a. góðan árangur í Vesturlandsdeildinni síðastliðin vetur.

Siguroddur Pétursson stundar tamning og þjálfun í Hrísdal á Snæfelsnesi. Hann hefur átt góðu gengi að fagna á keppnisbrautinni undan farin ár á þeim Hryn frá Hrísdal og Steggi frá sama bæ. Siguroddur hefur tekið þátt í Vesturlandsdeildinni einnig síðustu ár og sigraði einstaklingskeppnina síðustu tvö ár. Hann sigraði einnig fjórganginn í meistari meistaranna árið 2016. 

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.