Meistaradeildin að hefjast að nýju

Skeiðmót Meistaradeildar í hestaíþróttum fer fram á laugardaginn á Selfossi kl. 13:00. Byrjað verður á gæðingaskeiðinu, síðan gert 20 mín kaffihlé og farið beint í 150m. skeiðið að því loknu. Þetta er fyrsta mótið í mótaröðinni en næst verður fjórgangur, 28. janúar 2016.

Ráslistar munu birtast á fimmtudaginn en í fyrra voru það Sigurbjörn Bárðarson á Fróða frá Laugarbóli sem sigraði 150m. skeiðið og heimsmeistarinn Teitur Árnason á Tuma frá Borgarhóli sem sigraði gæðingaskeiðið. Þetta stefnir í hörkugott skeiðmót ef marka má tímana á Metamótinu sem fór fram um helgina.

Meistaradeildin hvetur alla til að mæta og eiga góðan dag á Selfossi og upplifa keppnina beint í æð en að venju er frítt inn á skeiðmót Meistaradeildar.

Á aðalfundi Meistaradeildar var kosin ný stjórn en í nýrri stjórn eru þau Ásgeir Margeirsson, Berglind Ragnarsdóttir, Garðar Hólm Birgisson, Margrét Tómasdóttir og Sæmundur Runólfsson. Varamenn í stjórn eru þeir Hörður Hákonarson og Guðmar Þór Pétursson sem er talsmaður knapa. Úr stjórn gengu Kristinn Skúlason, formaður, og Davíð Matthíasson og Sveinbjörn Sveinbjörnsson meðstjórnendur.

Nokkrar breytingar verða á deildinni en á lokamóti deildarinnar verður keppt í tölti og flugskeiði en ekki slaktaumatölti eins og hefur verið. Ekki verða riðin b úrslit á mótunum heldur fara sex efstu knaparnir í úrslit. Bæst hefur í liðin en fimm verða í hverju liði og líta liði svona út fyrir næst komandi tímabil:

Auðsholtshjáleiga
Þórdís Erla Gunnarsdóttir
Árni Björn Pálsson
Sylvía Sigurbjörnsdóttir
Bjarni Bjarnason
Ásmundur Ernir Snorrason

Árbakki/Kvistir
Hinrik Bragason
Hulda Gústafsdóttir
Ragnar Tómasson
Gústaf Ásgeir Hinriksson
Ólafur Brynjar Ásgeirsson 

Ganghestar/Margrétarhof
Sigurður Vignir Matthíasson
Reynir Örn Pálmason
Edda Rún Ragnarsdóttir
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir
Jóhann Kristinn Ragnarsson

Gangmyllan
Olil Amble
Bergur Jónsson
Daníel Jónsson
Elin Holst
Elvar Eylert Einarsson

Heimahagi
Guðmar Þór Pétursson
Ísólfur Líndal Þórisson
John Kristinn Sigurjónsson
Davíð Jónsson
Ævar Örn Guðjónsson

Hrímnir/Export hestar
Eyrún Ýr Pálsdóttir
Þórarinn Ragnarsson
Sigurður Óli Kristinsson
Ólafur Andri Guðmundsson
Hanna Rún Ingibergsdóttir

Lýsi/Oddhóll/Þjóðólfshagi
Sigurður Sigurðarson
Sigurbjörn Bárðarson
Lena Zielinski
Elvar Þormarsson
Konráð Valur Sveinsson

Top Reiter/Sólning
Guðmundur Björgvinsson
Jakob Svavar Sigurðsson
Viðar Ingólfsson
Teitur Árnason
Eva Dyröy



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.