Lið Líflands skiptir um nafn og knapa

Fimmta liðið sem við kynnum til leiks er lið Eques / Kingsland. Liðið tók fyrst þátt í deildinni árið 2018, undir nafni Líflands, og sigruðu liðakeppnina sama ár. Nú í ár keppir það undir nafninu Eques / Kingsland en knaparnir eru nánast þeir sömu og í fyrra. Ólafur Andri Guðmundsson kemur nýr inn í staðinn fyrir Jakob Svavar Sigurðsson. Aðrir liðsmenn eru; Davíð Jónsson, Guðmundur Björgvinsson, Hanna Rún Ingibergsdóttir og Sigursteinn Sumarliðason.

Guðmundur Björgvinsson er tamningamaður og rekur tamningastöð á Efri-Rauðalæk ásamt konu sinni Evu Dyröy. Guðmundur er m.a. Íslandsmeistari í fjórgangi 2012 og 2015, hefur setið nokkrum sinnum í íslenska landsliðinu þ.á.m. árið 2013 þegar hann nældi sér í tvö gull á kynbótabrautinni, árið 2015 þegar hann varð heimsmeistari í fjórgangi og árið 2019 þegar hann varð heimsmeistari í 250m. skeiði. Guðmundur hefur auk þessa unnið þrjú gull til viðbótar á kynbótabrautinni á Heimsmeistaramótum. Guðmundur var kosinn knapi ársins árið 2012 og 2015, skeiðknapi ársins 2015 og gæðingaknapi ársins árið 2009. Guðmundur sigraði einstaklingskeppnina í Meistaradeildinni árið 2013.

Davíð Jónsson er búsettur á Skeiðvöllum og hefur verið öflugur á skeiðbrautinni síðustu ár.  Davíð og Irpa frá Borgarnesi eru meðal annars Íslandsmeistarar í gæðingaskeiði 2019, Íslandsmeistarar í 150 m. skeiði árið 2017 og unnu 100 m. skeiðið á Landsmóti 2012 í Reykjavík.

Hanna Rún Ingibergsdóttir útskrifaðist vorið 2015 sem tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún hefur verið virk á keppnisbrautinni síðastliðin ár og hefur meðal annars verið í úrslitum á Íslandsmótum og Landsmótum. Hanna Rún starfar við tamningar og þjálfun í Kirkjubæ.

Ólafur Andri Guðmundsson er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Hólaskóla. Hefur starfað síðastliðin ár á hrossaræktarbúinu Feti sem tamningamaður og aðalsýningamaður búsins. Í dag starfar hann einnig sem bústjóri á Feti. Hann hefur náð góðum árangri á kynbótabrautinni síðastliðin ár sem og á keppnisbrautinni. 

Sigursteinn Sumarliðason er tamningarmaður á Ármóti. Sigursteinn hefur ná góðum árangri á keppnisvellinum, bæði í gæðinga- og íþróttakeppni. Hann hefur einnig náð góðum árangri á kynbótabrautinni. Sigursteinn hefur orðið heimsmeistari í gæðingaskeiði, Íslandsmeistari og tvöfaldur landsmótssigurvegari í tölti árin 2011 og 2012.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.