Skeiðmótinu lokið

Þá er skeiðmóti Meistaradeildarinnar lokið en það voru nokkrar sviptingar í liðakeppninni og Aðalheiður Anna styrkti stöðu sína í einstaklingskeppninni. Sigurvegarar dagsins voru þeir Hans Þór Hilmarsson í 150m. skeiðinu og Jóhann K. Ragnarsson í gæðingaskeiðinu en Hans keppir fyrir lið Hrímni/Export hesta en Jóhann lið Hestvit/Árbakka/Sumarliðabæ.

Fyrir daginn í dag var Jakob S. Sigurðsson með nokkuð örugga forustu í einstaklingskeppninni með 42 stig en á eftir honum voru þau Aðalheiður og Árni Björn jöfn með 25 stig. Aðalheiður átti mjög góðan dag á skeiðbrautinni en hún endaði í 5.-6. sæti í gæðingaskeiðinu á Ásu frá Fremri-Gufudal og í 150m. skeiðinu var hún í þriðja sæti á Skemil frá Dalvík. Hún minnkaði því töluvert forskot Jakob Svavars á toppnum en bæði Jakobi og Árni Birni fataðist flugið og fengu engin stig eftir daginn. Jakob er enn efstur með 42 stig, Aðalheiður í öðru einungis 3,5 stigi á eftir Jakob með 38,5 stig og í þriðja Árni Björn með 25 stig. 

Nokkuð var um hrókeringar í liðakeppninni en eftir gæðingaskeiðið var lið Top Reiter enn á toppnum, Gangmyllan í öðru sæti og þar á eftir lið Líflands en þeir áttu góðu gengi að fagna í gæðingskeiðinu. Eftir 150m. skeiðið tók þó lið Hrímnis/Export hesta forustuna í liðakeppninni eftir frábæran árangur í kappreiðunum þar sem þeir unnu liðaskjöldin. 

Nóg er þó eftir af stigum í pottinum en lokamót Meistaradeildarinnar er næsta fimmtudag 4.apríl í Fákaseli. Miðasala er hafin á mótið inn á tix.is. 

10 efstu í einstaklingskeppninni
Jakob Svavar Sigurðsson 42
Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir 38,5
Árni Björn Pálsson 25
Teitur Árnason 24
Elin Holst 19,5
Bergur Jónsson 19,5
Olil Amble 18
Hans Þór Hilmarsson 17,5
Ásmundur Ernir Snorrason 17
Viðar Ingólfsson 17

Staðan í liðakeppninni
Hrímnir/Export hestar 269
Top Reiter 253,5
Gangmyllan 248
Lífland 224
Ganghestar/Margrétarhof 224
Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær 215
Auðsholtshjáleiga 158
Torfhús retreat 129,5

Niðurstöður úr 150m.skeiðinu
1 Hans Þór Hilmarsson Vorsól frá Stóra-Vatnsskarði Hrímnir / Export hestar 14.59
2 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 14.61
3 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Skemill frá Dalvík Ganghestar / Margrétarhof 14.81
4 Sigurður Sigurðarson Drift frá Hafsteinsstöðum Gangmyllan 14.84
5 Viðar Ingólfsson Lukka frá Árbæjarhjáleigu Hrímnir / Export hestar 15.09
6-7 Þórarinn Ragnarsson Funi frá Hofi Hrímnir / Export hestar 15.28
6-7 Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export 15.28
8 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 15.31
9 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 15.45
10 Bergur Jónsson Sædís frá Ketilsstöðum Gangmyllan 15.46
11 Hinrik Bragason Skúta frá Skák Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 15.47
12 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Glúmur frá Þóroddsstöðum Lífland 15.64
13 Ævar Örn Guðjónsson Tígull frá Bjarnastöðum Gangmyllan 16.20
14 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Jarl frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 16.24
15 Bjarni Bjarnason Þröm frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 16.26
16-24 Sigurbjörn Bárðarson Vökull frá Tunguhálsi II Torfhús retreat 0.00
16-24 Teitur Árnason Loki frá Kvistum Top Reiter 0.00
16-24 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Lífland 0.00
16-24  Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum Ganghestar / Margrétarhof 0.00
16-24  Jakob Svavar Sigurðsson Jarl frá Kílhrauni Lífland 0.00
16-24  Árni Björn Pálsson Korka frá Steinnesi Top Reiter 0.00
16-24  Arnar Bjarki Sigurðsson Blikka frá Þóroddsstöðum Torfhús retreat 0.00
16-24  Reynir Örn Pálmasson Hrappur frá Sauðárkróki Ganghestar / Margrétarhof 0.00
16-24  Hanne Smidesang Lukka frá Úthlíð Torfhús retreat 0.00

Niðurstöður úr gæðingaskeiðinu
1 Jóhann Kristinn Ragnarsson Þórvör frá Lækjarbotnum Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 8.17
2 Bergur Jónsson Vör frá Ármóti Gangmyllan 7.92
3 Davíð Jónsson Irpa frá Borgarnesi Lífland 7.25
4 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Lífland 7.08
5-6 Hans Þór Hilmarsson Goði frá Bjarnarhöfn Hrímnir / Export hestar 7.04
5-6 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Ása frá Fremri-Gufudal Ganghestar / Margrétarhof 7.04
7 Reynir Örn Pálmasson Rúna frá Flugumýri Ganghestar / Margrétarhof 7.00
8-9 Ásmundur Ernir Snorrason Fáfnir frá Efri-Rauðalæk Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.88
8-9 Konráð Valur Sveinsson Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II Top Reiter 6.88
10 Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Top Reiter 6.58
11 Sigurbjörn Bárðarson Hálfdán frá Oddhóli Torfhús retreat 6.50
12 Helga Una Björnsdóttir Penni frá Eystra-Fróðholti Hrímnir / Export hestar 6.21
13 John Kristinn Sigurjónsson Messa frá Káragerði Torfhús retreat 5.92
14 Ævar Örn Guðjónsson Baltasar frá Strandarhjáleigu Gangmyllan 4.67
15 Gústaf Ásgeir Hinriksson Rangá frá Torfunesi Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 4.38
16 Bjarni Bjarnason Trausti frá Þóroddsstöðum Auðsholtshjáleiga / Horse export 4.25
16 Árni Björn Pálsson Óliver frá Hólaborg Top Reiter 4.03
18 Sigurður Sigurðarson Gjóska frá Kolsholti 3 Gangmyllan 3.83
19 Sigurður Vignir Matthíasson Léttir frá Eiríksstöðum Ganghestar / Margrétarhof 3.79
20 Viðar Ingólfsson Tinni frá Laxabóli Hrímnir / Export hestar 3.38
21 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Villingur frá Breiðholti í Flóa Auðsholtshjáleiga / Horse export 3.21
22 Arnar Bjarki Sigurðsson Snillingur frá Íbishóli Torfhús retreat 3.08
23 Jakob Svavar Sigurðsson Kolbeinn frá Hrafnsholti Lífland 3.00
24 Jóhanna Margrét Snorradóttir Hrafnhetta frá Hvannstóði Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 1.58



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Online subscription

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.