Elin vinnur gæðingafimina
Keppni í gæðingafimi fór fram í kvöld en það var Elin Holst sem vann með 8,18 í einkunn á hestinum Frama frá Ketilsstöðum en Elin og Frami voru einnig efst eftir forkeppni. Það var hart barist í úrslitunum og var augljóst að knapar gáfu lítið eftir. Jakob S. Sigurðsson var í öðru sæti inn í úrslit á Konsert frá Hofi og héldu þeir því sæti í úrslitum með 7,97 í einkunn. Olil Amble reið sig upp um eitt sæti í úrslitunum og enduðu þau Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum í þriðja sæti með 7,95 í einkunn.
Lið Gangmyllunnar hlaut liðaplatta en allir knapar liðsins nældu sér í sæti í úrslitum (1.sætið, 3.sætið og 4.-5.sætið). Liðið var einnig hástökkvari kvöldsins í liðakeppninni en þau fóru úr því að vera í 6.sæti í annað sætið með 171 stig. Lið Top Reiter leiðir enn liðakeppnina með 191 stig og í þriðja sæti er lið Hrímnis/Export hesta með 169 stig.
Jakob Svavar er kominn með ágætis forskot í einstaklingskeppninni en eftir kvöldið í kvöld er hann með 42 stig. Næstu knapar á eftir eru þau Aðalheiður Anna og Árni Björn jöfn með 25 stig.
Hér fyrir neðan eru síðan niðurstöður kvöldsins en næsta mót er skeiðmót Meistaradeildarinnar, 23.mars, en staðsetning verður auglýst síðar.
Niðurstöður úr A úrslitum - Gæðingafimi
Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn
1 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 8.18
2 Jakob Svavar Sigurðsson Konsert frá Hofi Lífland 7.97
3 Olil Amble, liðsstjóri Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7.95
4 Bergur Jónsson Glampi frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.84
5 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Top Reiter 7.84
6 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Top Reiter 7.82
7 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof 7.63
Niðurstöður úr forkeppni – Gæðingafimi
Sæti Knapi Hestur Lið Aðaleinkunn
1 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.85
2 Jakob Svavar Sigurðsson Konsert frá Hofi Lífland 7.62
3 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Top Reiter 7.55
4 Olil Amble, liðsstjóri Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Gangmyllan 7.55
5 Bergur Jónsson Glampi frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.52
6 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Top Reiter 7.50
7 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Óskar frá Breiðstöðum Ganghestar / Margrétarhof 7.50
8 Arnar Bjarki Sigurðsson Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum Torfhús retreat 7.43
9 Ólafur Andri Guðmundsson Gerpla frá Feti Ganghestar / Margrétarhof 7.28
10 Viðar Ingólfsson Maístjarna frá Árbæjarhjáleigu II Hrímnir / Export hestar 7.12
11 Hulda Gústafsdóttir Draupnir frá Brautarholti Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 7.03
12 Eyrún Ýr Pálsdóttir Kjarval frá Blönduósi Top Reiter 6.93
13 Þórarinn Ragnarsson Leikur frá Vesturkoti Hrímnir / Export hestar 6.93
14 Guðmundur Friðrik Björgvinsson Herkúles frá Ragnheiðarstöðum Lífland 6.90
15 Sigurbjörn Bárðarson Nagli frá Flagbjarnarholti Torfhús retreat 6.85
16 Helga Una Björnsdóttir Þoka frá Hamarsey Hrímnir / Export hestar 6.78
17 Hinrik Bragason Prins frá Hellu Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 6.70
18 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sproti frá Enni Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.68
19 Jóhanna Margrét Snorradóttir Kári frá Ásbrú Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær 6.65
20 Ragnhildur Haraldsdóttir Úlfur frá Mosfellsbæ Ganghestar / Margrétarhof 6.65
21 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.63
22 Hanna Rún Ingibergsdóttir Grímur frá Skógarási Lífland 6.52
23 Hanne Smidesang Roði frá Hala Torfhús retreat 6.17