Ráslisti fyrir fimmganginn

Fimmgangurinn er á fimmtudaginn og er ráslistinn er klár. Helga Una Björnsdóttir er fyrst í braut en hún keppir fyrir lið Hrímni/Export hesta. Jakob S. Sigurðsson sigraði þessa grein í fyrra á Ský frá Skálakoti en þeir félagar eru skráðir til leiks. Sylvía SIgurbjörnsdóttir og Teitur Árnason voru einnig í A úrslitum í fyrra og mæta þau með sömu hesta, Sylvía mætir með Héðin Skúla frá Oddhól en Teitur, Sjóð frá Kirkjubæ. Þórarinn Ragnarsson, Viðar Ingólfsson og Guðmundur Björgvinsson voru líka í úrslitum en þeir mæta allir með nýja hesta. Það eru margir spennandi hestar skráðir til leiks, gamlar kempur sem og nýjar óreyndar vonarstjörnur. Einn villiköttur er skráður til leiks og keppir hann fyrir hönd Torfhús retreat en gaman verður að sjá hver það er! 

Mótið fer fram í Samskipahöllinni í Spretti en húsið opnar kl 17:00 og hefst keppni kl. 19:00. Það er nóg um að vera um kvöldið svo það er um að gera að mæta tímalega, sýna sig og sjá aðra. 
Dagskrá fimmtudagsins:
17:00 - Húsið opnar, dýrindis veitingar í boði.
17:45 - Hesta-quiz. Æsispennandi spurningakeppni um allt sem við kemur hestamennsku. Vegleg verðlaun í boði.
19:00 - Keppni hefst

Ekki láta kvöldið framhjá ykkur fara en hægt er að tryggja sér miða inn á tix.is eða í andyri. Sýnt verður beint á RÚV2 eða inn á oz.com/meistaradeildin.

Ráslisti - Fimmgangur F2*

Nr. Knapi Hestur Faðir Móðir Litur Aldur Lið
1 Helga Una Björnsdóttir Júlía frá Syðri-Reykjum Spuni frá Vesturkoti Katarína frá Tjarnarlandi Jarpur 7 Hrímnir/Export hestar
2 Sigurður Sigurðarson Árdís frá Litlalandi Krákur frá Blesastöðum 1A Rán frá Litlalandi Brúnn 9 Gangmyllan
3 Viðar Ingólfsson Hængur frá Bergi Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Hrísla frá Naustum Brúnn 8 Hrímnir/Export hestar
4 Bergur Jónsson Spurning frá Syðri-Gegnishólum Álffinnur frá Syðri-Gegnishólum Mylla frá Selfossi Grárskj 7 Gangmyllan
5 Olil Amble Álfarinn frá Syðri-Gegnishólum Keilir frá Miðsitju Álfadís frá Selfossi Bleikál 10 Gangmyllan
6 Ásmundur Ernir Snorrason Kaldi frá Ytra-Vallholti Knár frá Ytra-Vallholti Apríl frá Skeggsstöðum Móál. 8 Auðsholtshjáleiga
7 Villiköttur         10 Torfhús retreat 
8 Matthías Leó Matthíasson Galdur frá Leirubakka Glymur frá Flekkudal Skylda frá Leirubakka Rauðstj. 7 Top Reiter
9 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Hrafnar frá Auðsholtshjáleigu Aron frá Strandarhöfði Gígja frá Auðsholtshjáleigu Brúnn 12 Auðsholtshjáleiga
10 Teitur Árnason Sjóður frá Kirkjubæ Sær frá Bakkakoti Þyrnirós frá Kirkjubæ Brúnn 12 Top Reiter
11 Sigurður Vignir Matthíasson Milljarður frá Barká Rökkvi frá Hárlaugsstöðum Þota frá Dalsmynni Brúnn 11 Ganghestar/Margrétarhof
12 Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu Þokki frá Kýrholti Sól frá Tungu Brúnn 12 Ganghestar/Margrétarhof
13 Sylvía Sigurbjörnsdóttir Héðinn Skúli frá Oddhóli Grunur frá Oddhóli Folda frá Lundi Móál. 14 Auðsholtshjáleiga
14 Hinrik Bragason Byr frá Borgarnesi Hlynur frá Haukatungu Syðri 1 Ísold frá Leirulækjarseli 2 Vindót.t. 10 Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
15 Þórarinn Ragnarsson Ronja frá Vesturkoti Spuni frá Vesturkoti Hrafnhetta frá Steinnesi Brúnskj. 6 Hrímnir/Export hestar
16 Árni Björn Pálsson Jökull frá Breiðholti í Flóa Huginn frá Haga I Gunnvör frá Miðsitju Grár 6 Top Reiter
17 Guðmundur Björgvinsson Elrir frá Rauðalæk Arnþór frá Auðsholtshjáleigu Elísa frá Feti Rauðstj. 8 Lífland
18 Sigurbjörn Bárðarson Flóki frá Oddhóli Ás frá Ármóti Fía frá Oddhóli Brúnn 10 Torfhús retreat 
19 Gústaf Ásgeir Hinriksson Sproti frá Innri-Skeljabrekku Kvistur frá Skagaströnd Nánd frá Miðsitju Brúnn 9 Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
20 Jakob Svavar Sigurðsson Skýr frá Skálakoti Sólon frá Skáney Vök frá Skálakoti Rauðbles. 12 Lífland
21 Arnar Bjarki Sigurðarson Snillingur frá Íbishóli Vafi frá Ysta-Mó Ósk frá Íbishóli Moldóttur 9 Torfhús retreat 
22 Hanna Rún Ingibergsdóttir Dropi frá Kirkjubæ Kiljan frá Steinnesi Dögg frá Kirkjubæ Rauðstj. 8 Lífland
23 Hulda Gústafsdóttir Roði frá Brúnastöðum 2 Alvar frá Brautarholti Evíta frá Litla-Garði Rauðstj. 8 Hestvit/Árbakki/Sumarliðabær
24 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Brimnir frá Efri-Fitjum Hnokki frá Fellskoti Ballerína frá Grafarkoti Bleikál 10 Ganghestar/Margrétarhof

*Knapar lentu í smá vandræðum í sambandi við æfingatíma en vegna veðurs gátu fjögur lið ekki nýtt lokaæfingatímann og vegna þess gætu hestar breyst hjá þeim liðum og hesta vantar í ráslistann.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.