Jakob sigrar slaktaumatöltið annað árið í röð
Jakob S. Sigurðsson og Júlía frá Hamarsey sigruðu slaktaumatöltið annað árið í röð og með því tryggði Jakob sér efsta sætið í einstaklingskeppninni með 20 stig. Árni Björn er þar rétt á eftir með 17,5 stig en hann og Flaumur frá Sólvangi enduðu í 5-6 sæti í úrslitum. Það var hart barist í úrslitunum en eftir frjálsu ferðina voru þeir Jakob og Arnar Bjarki Sigurðsson jafnir með 8,50 í einkunn. Næst var sýnt hægt tölt en þá tóku þau Jakob og Júlía forustuna og héldu henni allt þar til loka. Teitur Árnason tryggði sér annað sæti með frábæra sýningu á slaka taumnum en þau hlutu hæstu einkunn fyrir atriði 8,17 sem gerði 7,92 í aðaleinkunn. Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir og Arnar Bjarki deildu síðan 3-4 sætinu með 7,63 í einkunn.
Top Reiter liðið tók liðaplattann í slaktaumatöltinu en liðið hélt efsta sætinu í liðakeppninni með 101 stig en á eftir þeim er Hrímnir/Export hestar með 90,5 stig og í þriðja sæti Auðsholtshjáleiga.
Næst verður keppt í fimmgangi 28.febrúar
Niðurstöður úr slaktaumatöltinu
A úrslit
Sæti | Knapi | Hestur | Lið | Aðaleinkunn |
1 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | Lífland | 8.17 |
2 | Teitur Árnason | Brúney frá Grafarkoti | Top Reiter | 7.92 |
3-4 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Ganghestar / Margrétarhof | 7.63 |
3-4 | Arnar Bjarki Sigurðsson | Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum | Torfhús retreat | 7.63 |
5-6 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Top Reiter | 7.13 |
5-6 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.13 |
Forkeppni
Sæti | Knapi | Hestur | Lið | Aðaleinkunn |
1 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | Lífland | 8.20 |
2 | Arnar Bjarki Sigurðsson | Hrafnfaxi frá Skeggsstöðum | Torfhús retreat | 7.80 |
3 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Ganghestar / Margrétarhof | 7.70 |
4 | Teitur Árnason | Brúney frá Grafarkoti | Top Reiter | 7.67 |
5 | Árni Björn Pálsson | Flaumur frá Sólvangi | Top Reiter | 7.47 |
6 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.37 |
7 | Viðar Ingólfsson | Sómi frá Kálfsstöðum | Hrímnir / Export hestar | 7.23 |
8 | Jóhanna Margrét Snorradóttir | Bárður frá Melabergi | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 7.13 |
9-10 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Roði frá Margrétarhofi | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 7.10 |
9-10 | Bergur Jónsson | Goði frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.10 |
11 | Helga Una Björnsdóttir | Þoka frá Hamarsey | Hrímnir / Export hestar | 7.03 |
12 | Ásmundur Ernir Snorrason | Frægur frá Strandarhöfði | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.80 |
13-14 | Siguroddur Pétursson | Eldborg frá Haukatungu Syðri 1 | Hrímnir / Export hestar | 6.70 |
13-14 | Hanna Rún Ingibergsdóttir | Mörður frá Kirkjubæ | Lífland | 6.70 |
15 | Reynir Örn Pálmasson | Brimnir frá Efri-Fitjum | Ganghestar / Margrétarhof | 6.43 |
16 | Gústaf Ásgeir Hinriksson | Ömmustrákur frá Ásmundarstöðum | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 6.30 |
17 | Sigurbjörn Bárðarson | Flói frá Oddhóli | Torfhús retreat | 6.20 |
18-19 | Stella Sólveig Pálmarsdóttir | Pétur Gautur frá Strandarhöfði | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.17 |
18-19 | Ragnhildur Haraldsdóttir | Þróttur frá Tungu | Ganghestar / Margrétarhof | 6.17 |
20 | Matthías Leó Matthíasson | Taktur frá Vakurstöðum | Top Reiter | 6.13 |
21-22 | Sigursteinn Sumarliðason | Háfeti frá Hákoti | Lífland | 6.07 |
21-22 | Hinrik Bragason | Hrókur frá Hjarðartúni | Hestvit / Árbakki / Sumarliðabær | 6.07 |
23 | John Kristinn Sigurjónsson | Æska frá Akureyri | Torfhús retreat | 5.80 |
24 | Sigurður Sigurðarson | Magni frá Þjóðólfshaga 1 | Gangmyllan | 5.07 |