Fallegar konur, miðaldra menn og einn gamall karl

Gangmyllan var í fyrsta skipti með lið í Meistaradeildinni árið 2013. Liðstjóri er Bergur Jónsson en með honum eru Olil Amble, Elin Holst, Sigurður Sigurðarson og Ævar Örn Guðjónsson. “Það er er ágætis stemming í liðinu,” segir Olil en liðið er vel hestað fyrir veturinn allt frá ungum og efnilegum hrossum í mjög keppnisvön. “Markmið liðsins er að sýna góða reiðmennsku og gera sem best úr því sem við höfum. Einnig er mikilvægt að njóta alls þess sem deildinni fylgir; þjálfa hrossin, sýna þau eins og best verður á kosið, vinna saman og hafa gaman af,” segir Olil

Innt eftir styrkleikum liðsins telur Olil það vera mikla keppnisreynslu, bjartsýni, úthald og gleði og Bergur bætir við að aðal styrkleiki liðsins sé auðvitað fallegar konur, miðaldra menn og einn gamall karl. “Við búumst við aukinni samkeppni í ár en Siggi Sig kom nýr í liðið í ár og við vitum að hann gefur ekkert eftir,” segir Olil en liðið er mjög samhent, duglegt að æfa saman og hjálpast að.

Það verður spennandi að fylgjast með þessu frábæra liði etja kappi saman við hin sjö í vetur en fyrsta mót vetrarins fer fram á morgun, fimmtudag, 31.janúar í Samskipahöllinni í Spretti í Kópavogi en keppt verður í fjórgangi. Ekki láta viðburðinn fram hjá þér fara og tryggðu þér miða inn á tix.is

DAGSKRÁ 2019
Dagsetning Grein Staðsetning

31.janúar - Fjórgangur V1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.febrúar - Slaktaumatölt T2 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
28.febrúar - Fimmgangur F1 - Samskipahöllin í Spretti, Kópavogi
14.mars - Gæðingafimi - TM höllin í Fáki, Reykjavík
23.mars - Gæðingaskeið og 150m. skeið
4.apríl - Tölt T1 og flugskeið - TM höllin í Fáki, Reykjavík



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.