Árni Björn, Jakob og Konráð sigurvegarar kvöldsins
Lokakvöld Meistaradeildar Cintmani í hestaíþróttum fór fram í gær í Víðidalnum í Reykjavík. Mikil spenna ríkti fyrir kvöldinu þar sem einungis örfá stig skildu á milli liða og knapa í einstaklings- og liðakeppninni.
Kvöldið hófst á forkeppni í tölti þar sem glæsilegustu töltarar landsins öttu kappi saman. Eftir forkeppni stóð Jakob Svavar Sigurðsson efstur á Júlíu frá Hamarsey. Mikið var í húfi hjá Jakobi en fyrir kvöldið leiddi hann einstaklingskeppnina og mátti líti út af bregða þar sem Árni Björn Pálsson fylgdi honum fast eftir með einungis 1,5 stig minna. Árni Björn nældi sér einnig í sæti í úrslitunum í tölti en hann varð fjórði inn í úrslit á Ljúf frá Torfunesi. Úrslitin voru glæsileg og var mikil stemming í húsinu. Þau fóru þannig að Jakob tryggði sér efsta sætið með 8,78 í einkunn en annar varð Árni Björn með 8,56 í einkunn. Í þriðja sæti var svo Viðar Ingólfsson á Pixi frá Mið-Fossum með 8,17 í einkunn.
Þetta þýddi einungis eitt að úrslitin í einstaklingskeppninni myndu ráðast í skeiðinu. Eftir fyrri sprett lá hvorugur hesturinn hjá Árna eða Jakobi þannig að það var allt undir í seinni sprettinum. Árni var fyrr í rásröð og hryssa hann Skykkja frá Breiðholti í Flóa fór á fljúgandi siglingu á skeiði í gegnum húsið og hlutu þau tímann 4.88 sek, þriðja besta tíma kvöldsins, það mátti heyra saumnál detta þegar beðið var eftir að Jakob kæmi í gegnum höllina á Straumi frá Skrúð en Straumur vildi ekki skeiða þetta kvöldið, tíminn enginn og því sigurinn í einstaklingskeppninni í höfn hjá Árna Birni, fjórða árið sem hann sigrar hana en hann sigraði einnig árið 2014, 2015 og 2016. Annar í einstaklingskeppninni var Jakob og þriðji Viðar Ingólfsson. Sigurvegari flugskeiðsins var hins vegar Konráð Valur Sveinsson á Kjarki frá Árbæjarhjáleigu II með tímann 4,73 sek. en Konráð og Kjarkur eru búnir að standa í fremstu röð í skeiðkappreiðum síðustu árin. Annar var Guðmundur Björgvinsson á Íslandsmetshafanum Glúmi frá Þóroddsstöðum með tímann 4,75 sek.
Liðakeppnina sigraði lið Líflands með 350 stig en liðsmenn voru þeir Jakob, Guðmundur, Davíð Jónsson, John Kristinn Sigurjónsson og Sigursteinn Sumarliðason. Rétt á eftir þeim var lið Hrímnis / Export hesta með 345 stig og í því þriðja var lið Top Reiter með 326 stig.
Niðurstöður kvöldsins
Tölt - A úrslit | ||||
No. | Rider | Horse | Team | Score |
1 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | Lífland | 8.78 |
2 | Árni Björn Pálsson | Ljúfur frá Torfunesi | Top Reiter | 8.56 |
3 | Viðar Ingólfsson | Pixi frá Mið-Fossum | Hrímnir / Export hestar | 8.17 |
4 | Hulda Gústafsdóttir | Draupnir frá Brautarholti | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 7.61 |
5 | Guðmundur Friðrik Björgvinsson | Austri frá Úlfsstöðum | Lífland | 7.50 |
6 | Teitur Árnason | Sólroði frá Reykjavík | Top Reiter | 7.06 |
Tölt - Forkeppni | ||||
No. | Rider | Horse | Team | Score |
1 | Jakob Svavar Sigurðsson | Júlía frá Hamarsey | Lífland | 8.70 |
2 | Viðar Ingólfsson | Pixi frá Mið-Fossum | Hrímnir / Export hestar | 8.20 |
3 | Hulda Gústafsdóttir | Draupnir frá Brautarholti | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 7.93 |
4 | Árni Björn Pálsson | Ljúfur frá Torfunesi | Top Reiter | 7.80 |
5 | Guðmundur Friðrik Björgvinsson | Austri frá Úlfsstöðum | Lífland | 7.77 |
6 | Teitur Árnason | Sólroði frá Reykjavík | Top Reiter | 7.73 |
7 | Ásmundur Ernir Snorrason | Frægur frá Strandarhöfði | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 7.63 |
8 | Þórarinn Ragnarsson | Hringur frá Gunnarsstöðum | Hrímnir / Export hestar | 7.57 |
9 | Elin Holst | Frami frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 7.40 |
10 | Lára Jóhannsdóttir | Gormur frá Herríðarhóli | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 7.33 |
11 | Hinrik Bragason | Hreimur frá Kvistum | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 7.30 |
12 | John Kristinn Sigurjónsson | Æska frá Akureyri | Lífland | 7.27 |
13 | Bergur Jónsson | Herdís frá Lönguhlíð | Gangmyllan | 7.23 |
14 | Matthías Leó Matthíasson | Taktur frá Vakurstöðum | Top Reiter | 7.13 |
15 | Siguroddur Pétursson | Steggur frá Hrísdal | Hrímnir / Export hestar | 7.07 |
16 | Ævar Örn Guðjónsson | Vökull frá Efri-Brú | Gangmyllan | 7.00 |
17 | Ragnar Tómasson | Sleipnir frá Árnanesi | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 6.90 |
18-19 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Sæmd frá Vestra-Fíflholti | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.83 |
18-19 | Janus Halldór Eiríksson | Blíða frá Laugarbökkum | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 6.83 |
20 | Sigurbjörn Bárðarson | Elvur frá Flekkudal | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 6.73 |
21 | Berglind Ragnarsdóttir | Ómur frá Brimilsvöllum | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 6.70 |
22-23 | Reynir Örn Pálmasson | Marta frá Húsavík | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 6.67 |
22-23 | Sigurður Vignir Matthíasson | Byr frá Grafarkoti | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 6.67 |
24 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Óskar frá Breiðstöðum | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 6.60 |
Flugskeið | ||||
No. | Rider | Horse | Team | Score |
1 | Konráð Valur Sveinsson | Kjarkur frá Árbæjarhjáleigu II | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 4.73 |
2 | Guðmundur Friðrik Björgvinsson | Glúmur frá Þóroddsstöðum | Lífland | 4.75 |
3 | Árni Björn Pálsson | Skykkja frá Breiðholti í Flóa | Top Reiter | 4.88 |
4 | Bjarni Bjarnason | Randver frá Þóroddsstöðum | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 4.96 |
5 | Þórarinn Ragnarsson | Hákon frá Sámsstöðum | Hrímnir / Export hestar | 4.97 |
6 | Davíð Jónsson | Irpa frá Borgarnesi | Lífland | 5.09 |
7 | Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir | Ása frá Fremri-Gufudal | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 5.11 |
8 | Hinrik Bragason | Björt frá Bitru | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 5.12 |
9 | Sigurbjörn Bárðarson | Vökull frá Tunguhálsi II | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 5.12 |
10 | Bergur Jónsson | Sædís frá Ketilsstöðum | Gangmyllan | 5.14 |
11 | Ævar Örn Guðjónsson | Hrappur frá Sauðárkróki | Gangmyllan | 5.16 |
12 | Viðar Ingólfsson | Blikka frá Þóroddsstöðum | Hrímnir / Export hestar | 5.21 |
13 | Þórdís Erla Gunnarsdóttir | Lilja frá Dalbæ | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 5.21 |
14 | Sigurður Sigurðarson | Drift frá Hafsteinsstöðum | Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel | 5.24 |
15 | Elvar Eylert Einarsson | Segull frá Akureyri | Gangmyllan | 5.25 |
16 | Hans Þór Hilmarsson | Tinna frá Árbæ | Hrímnir / Export hestar | 5.30 |
17 | Reynir Örn Pálmasson | Líf frá Framnesi | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 5.31 |
18 | Sylvía Sigurbjörnsdóttir | Dalvar frá Horni I | Auðsholtshjáleiga / Horse export | 5.32 |
19 | Hulda Gústafsdóttir | Klókur frá Dallandi | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 5.46 |
20 | Herbert Ólafsson | Spurning frá Vakurstöðum | Top Reiter | 5.67 |
21 | Teitur Árnason | Jökull frá Efri-Rauðalæk | Top Reiter | 0.00 |
22 | Ragnar Tómasson | Isabel frá Forsæti | Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær | 0.00 |
23 | Sigurður Vignir Matthíasson | Léttir frá Eiríksstöðum | Ganghestar / Margrétarhof / Equitec | 0.00 |
24 | Jakob Svavar Sigurðsson | Straumur frá Skrúð | Lífland | 0.00 |