Jakob sigrar aftur !

Keppni í slaktaumatölti fór fram í kvöld en mikil spenna var hvort að ríkjandi Íslandsmeistarar í þessari grein, Jakob Svavar Siguðrsson og Júlía frá Hamarsey myndu sigra en þau tryggðu sér strax örugga forystu í forkeppni. Í úrslitum veittu þau Viðar Ingólfsson og Pixi frá Mið-Fossum þeim verðuga keppni en eftir hæga töltið leiddu þau Viðar og Pixi með 9,0 í einkunn. Jakob og Júlía fylgdu þeim þar á eftir með 8,50 í einkunn. Eftir hæga töltið var ljóst að Jakob og Viðar væru jafnir og því myndu úrslitin ráðast á slaka taumnum en það atriði vegur tvöfalt. Það fór svo að Jakob Svavar varð langefstur fyrir slaka tauminn með 8,83 í einkunn sem að tryggði honum sigurinn. Lokaeinkunn 8.67 en í öðru sæti varð Viðar Ingólfsson með 8.33 í einkunn og í því þriðja var Teitur Árnason með 7.87 í einkunn. Það var lið Top Reiter sem hreppti liða plattann að þessu sinni.

Eftir tvær greinar er það Jakob Svavar sem leiðir einstaklingskeppnina með 24 stig eftir sigur í báðum greinum, slaktaumatölti og fjórgangi. Á eftir honum eru þau jöfn Árni Björn Pálsson og Elin Holst með 14,5 stig.  Lið Top Reiter leiðir liðakeppnina með 101,5 stig en eftir því er Gagnmyllan með 86 stig. Næsta grein verður 1 mars og er þá keppt í fimmgangi í Samskipahöllinni.

Niðurstöður

Sæti Knapi Hestur Lið Einkunn
1 Jakob Svavar Sigurðsson Júlía frá Hamarsey Lífland 8.66
2 Viðar Ingólfsson Pixi frá Mið-Fossum Hrímnir / Export hestar 8.33
3 Teitur Árnason Brúney frá Grafarkoti Top Reiter 7.87
4 Elin Holst Frami frá Ketilsstöðum Gangmyllan 7.41
5-6 Bergur Jónsson Herdís frá Lönguhlíð Gangmyllan 7.20
5-6 Gústaf Ásgeir Hinriksson Skorri frá Skriðulandi Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær 7.20
7-8 Árni Björn Pálsson Flaumur frá Sólvangi Top Reiter 7.03
7-8 Matthías Leó Matthíasson Sólroði frá Reykjavík Top Reiter 7.03
9 Hinrik Bragason Sólfaxi frá Sámsstöðum Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær 6.93
10-11 Ásmundur Ernir Snorrason Frægur frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.87
10-11 Ragnhildur Haraldsdóttir Þróttur frá Tungu Ganghestar / Margrétarhof / Equitec 6.87
12 Þórarinn Ragnarsson Rosi frá Litlu-Brekku Hrímnir / Export hestar 6.80
13 Sigurður Sigurðarson Magni frá Þjóðólfshaga 1 Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel 6.73
14 Sigursteinn Sumarliðason Krókus frá Dalbæ Lífland 6.70
15 Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir Kinnskær frá Selfossi Ganghestar / Margrétarhof / Equitec 6.67
16 Olil Amble, liðsstjóri Goði frá Ketilsstöðum Gangmyllan 6.57
17 Þórdís Erla Gunnarsdóttir Sölvi frá Auðsholtshjáleigu Auðsholtshjáleiga / Horse export 6.47
18 Hulda Gústafsdóttir Valur frá Árbakka Árbakki / Hestvit / Sumarliðabær 6.37
19 Sigurður Vignir Matthíasson Laufey frá Seljabrekku Ganghestar / Margrétarhof / Equitec 6.30
20 Berglind Ragnarsdóttir Ómur frá Brimilsvöllum Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel 6.10
21 John Kristinn Sigurjónsson Gnýr frá Árgerði Lífland 6.03
22 Janus Halldór Eiríksson Pegasus frá Strandarhöfði Auðsholtshjáleiga / Horse export 5.90
23 Freyja Amble Gísladóttir Hryðja frá Þúfum Hrímnir / Export hestar 5.60
24 Sigurbjörn Bárðarson Eldur frá Torfunesi Oddhóll / Þjóðólfshagi / Efsta-Sel 5.57


Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.