Langar þig að keppa í Meistaradeildinni?
Á aðalfundi Meistaradeildarinnar voru samþykktar tvær nýjar leikreglur en tilgangur þeirra er að auka fjölbreytni í deildinni og efla markaðssetningu. Báðar reglurnar gera knöpum utan deildarinnar kleift að taka þátt í mótum á vegum deildarinnar. Reglurnar hljóma svona
Fyrri reglan:
Lið getur á hverju tímabili kallað til knapa sem 3ja knapa utan liðs til keppni í einni grein og skal greiða 50.000.- í þátttökugjald. Stig parsins teljast með í stigasöfnun liða. Knapi má einungis keppa fyrir eitt lið á tímabili. Stjórn skal samþykkja knapa.
Seinni reglan:
Einn einstakur knapi getur keypt sér keppnisrétt í hverri grein sem 25. knapi. Hann vinnur sér ekki inn stig hvorki í einstaklings- né liðakeppni. Þátttökugjald er 150.000.- eða hæstbjóðandi vilji fleiri en einn taka þátt. Skráningarfrestur er hádegi á skráningardegi (þriðjudagur fyrir mót). Stjórn skal samþykkja knapa.
Ef þú hefur áhuga á að vera þessi 25. knapi þá getur þú núna sent inn skráningu á info@meistaradeild.is
Miðasala er í fullum gangi inn á tix.is en hverjum seldum ársmiða fylgir húfa frá Cintamani. Einnig verður í boði að horfa beint frá Meistaradeildinni inn á oz.com og inn á stöð 2 sport.