Meistaraknapi tekinn til kostanna: John K. Sigurjónsson

John Kristinn Sigurjónsson er í liði Líflands

Fullt nafn:  John Kristinn Sigurjónsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Aldrei haft slíkt. 

Aldur: 32

Hjúskaparstaða: Frátekinn

Hvenær tókstu fyrst þátt með Meistaradeildinni:  2011

Uppáhalds drykkur: Á engan uppáhalds.

Uppáhalds matsölustaður: Eldofninn á Bústaðavegi.

Hvernig bíl áttu: Renault kangoo er minn uppáhalds bíll, en svo er líka nauðsynlegt að eiga pickup líka.

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Horfi lítið á sjónvarp.

Uppáhalds tónlistarmaður: Hlusta bara á útvarpið og hef ekkert vit á tónlist.

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Vargurinn getur verið skemmtilegur.

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Fæ mér MJÖG oft ís en sjaldnast bragðaref, en ef þá: sætristaðar hnetur, jarðaber og mintukúlur, þetta er blanda sem ég mæli með og að sjálfsögðu gamli ísinn hjá Jóni í Skalla, hann er á allt öðru plani en annar ís úr vél!

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  Man það ekki

Sætasti sigurinn: Ekki í höfn

Mestu vonbrigðin: Mann ekki eftir neinu sérstöku, sennilega ekki nógu tapsár. 

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið:  Held að ég sé í alveg snilldar liði sem verður varla betra.

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar:  Það fer eftir ýmsu t.d. hvar Meistaradeildin verður í framtíðinni. Ef hún verður á Ingólfshvoli þá myndi ég splæsa í litla rennihurð á gaflinn á reiðhöllinni, mig hefur alltaf langað að sjá hestana koma þar inn. Það liggja ansi margir kostir í því t.d. flottari sýning betra renneri inn, og út í viðtalið og menn ekki á fleygiferð á steypunni og inn, meira pláss ofl.

Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Hafliði Þórður

Fallegasta hestakonan á Íslandi: Marta Bryndís

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:  Kobbi

Mest óþolandi knapinn í liðinu: Þetta er nátturulega alveg nýtt lið og við erum ekki einu sinni búnir að taka æfingu svona saman, þannig að það er ómögulegt að spá fyrir um það.

Uppáhalds staður á Íslandi: Hveragerði

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: Erfitt.....   

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kíkja á mbl, færð og veður.

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  Ég er náttúrulega afleiddur námsmaður en ætli stærðfræðin standi ekki þar uppúr.

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Þekki það ekki.

Vandræðalegasta augnablik:  Man það ekki.

Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju:  Ég myndi helst ekki taka með mer hestamann á eyðieyju.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Held að ég hafi aldrei lesið heila bók á ævinni, og les helst ekki.

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum:  Fylgist ekki með neinum íþróttum.
 

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.