Meistaraknapi tekinn til kostanna: Reynir Örn Pálmason
Reynir Örn Pálmason er í liði Ganghesta / Margrétarhofs / Equitec
Fullt nafn: Reynir Örn Pálmason
Gælunafn sem þú þolir ekki: . Hey sæti... alltaf verið að segja þetta við mig óþolandi alveg
Aldur: 47
Hjúskaparstaða: sambúð
Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni: 2010
Uppáhalds drykkur: Grænn kristall í dós
Uppáhalds matsölustaður: Gló
Hvernig bíl áttu: Willys 79
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Landinn
Uppáhalds tónlistarmaður: Bubbi
Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Vargurinn hann er vígalegur
Hvað viltu í bragðarefinn þinn: ís og súkkulaði
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: Nei það er rétt J
Sætasti sigurinn:Gull HM 2015
Mestu vonbrigðin: Að fá bara eitt gull á Hm 2015 var dómaraskandall
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Pass
Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar: Færa hana aftur í Fákasel
Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Bjarni Sveinsson tamninga og crossfitt foli á Selfossi
Fallegasta hestakonan á Íslandi: Aðalheiður mín
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Það er bara einn í liðinu Ragga Har
Mest óþolandi knapinn í liðinu: Örugglega ég sjálfur
Uppáhalds staður á Íslandi: Krókur
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: Þegar mélið losnaði af höfuðleðrinu einu sinni hjá mér í úrtöku fyrir HM inn á vellinum .
Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Græja morgunnmat fyrir Aðalheiði mína
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mætingu
Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Þarna leðurlagið með Pál óskari
Vandræðalegasta augnablik: Reyni að gleyma þeim jafnóðum
Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju: Aðalheiði og svo Vidda sem kokk
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: vantar alltaf 10 cm uppá hæðina til að vera í kjörþyngd
Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef mjög gaman af torfæru