Meistaraknapi tekinn til kostanna: Ólafur Ásgeirsson

Ólafur Brynjar Ásgeirsson byrjaði í deildinni árið 2010 og er nú í liði Árbakka / Hestvit / Sumarliðabæ. 

Fullt nafn: Ólafur Brynjar Ásgeirsson

Gælunafn sem þú þolir ekki: Binni

Aldur: 45

Hjúskaparstaða: Sambúð

Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni:  Ætli það hafi ekki verið í kringum 2010

Uppáhalds drykkur: Coca-Cola

Uppáhalds matsölustaður: Kanslarinn á Hellu

Hvernig bíl áttu: Toyota Land Cruiser

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Messan með Gumma Ben

Uppáhalds tónlistarmaður:  Bubbi Morthens

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Er ekki með Snapchat en fer um víðan völl með Loga Laxdal

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Myndi frekar velja ís með dýfu

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst:  Ekki gleyma að svara spurningunum kv. Hinni

Sætasti sigurinn: Fjórgangur í Meistaradeildinni

Mestu vonbrigðin:  Þegar Gunnar Nelson var rotaður 

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Guðmund Friðrik Björgvinsson

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar:  Setja inn smalann á ný

Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi:  Erling Ó Sigurðsson

Fallegasta hestakonan á Íslandi: Åsa Ljungberg

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:  Ragnar Tómasson

Mest óþolandi knapinn í liðinu:  Enginn óþolandi eins og er

Uppáhalds staður á Íslandi: Ásahreppurinn

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni:  Of mörg til að taka eitt ákveðið og nefna það

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kem stákunum í skóla og leikskóla

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  Flestu

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Ætli það sé ekki bara einhvað frá Svíþjóð

Vandræðalegasta augnablik:  Fáein

Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju:  Ragga Hinriks. og Jóa G.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:  Gríðalegir hæfileikar í eldhúsinu en þó aðalega þessi léttu störf

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum:  Fótbolta, UFC, Handbolti og Golf
 

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.