Edda Rún Guðmundsdóttir
Edda Rún Guðmundsdóttir er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún starfar núna við tamningar og þjálfun í Fáki en á sumrin starfar hún í Strandarhöfði. Edda byrjaði ung að keppa og hefur keppt mikið í gegnum tíðina með góðum árangri. Hún var meðal annars þrefaldur Reykjavíkurmeistari í fyrsta flokki árið 2017 og 2019 í tölti, fjórgangi og samanlögðum fjórgangsgreinum á hryssu sinni Spyrnu frá Strandarhöfði.
https://www.facebook.com/profile.php?id=572322454