Glódís Rún Sigurðardóttir
Glódís Rún Sigurðardóttir er fædd og uppalin á Sunnuhvoli í Ölfusi þar sem hún stundar tamningar og þjálfun meðfram námi. Hún hefur verið viðloðandi hestamennsku frá unga aldri og að baki á hún m.a 22 Íslandsmeistaratitla og þrjá sigra á Landsmóti í barnaflokki. Tvisvar hefur Glódís verið fulltrúi íslenska landsliðsins, bæði á Norðurlandamóti og nú seinast á Heimsmeistaramótinu í Berlín.
https://www.facebook.com/profile.php?id=100010259740195