Telma Lucinda Tómasson
Telma Lucinda Tómasson er útskrifaður tamningamaður, þjálfari og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hún er Fáksfélagi, sinnir þjáflun og reiðkennslu í Víðidalnum í Reykjavík samhliða starfi sem fréttaþulur, fréttamaður og hestaíþróttafréttamaður á Stöð 2. Telma hefur sýnt góða takta á keppnisvellinum undanfarin misseri, einkum í töltkeppni, sigraði t.a.m. T3 í atvinnumannaflokki í Suðurlandsdeildinni 2019, opinn flokk í Kvennatölti sama ár og var leynivopn liðs Ganghesta í T1 í Meistaradeildinni.