Ásmundur Ernir Snorrason

Ásmundur Ernir Snorrason, liðsstjóri, starfar sem tamingamaður á Strandarhöfði í Landeyjum. Hann var kosinn efnilegasti knapi ársins 2012 og hefur verið framarlega á keppnisbrautinni frá barnsaldri. Hann hefur m.a. verið í úrslitum á Landsmótum, heimsmeistaramótum og Íslandsmótum auk þess að eiga nokkra Íslandsmeistaratitla. Ásmundur hefur vakið athygli meðal annars á hestunum Rey frá Melabergi, Speli frá Njarðvík, Fræg frá Strandarhöfði og Fáfni frá Efri-Rauðalæk í skeiðgreinum. Ásmundur og Spölur voru í landsliði Íslands 2017 í Oirschot þar sem þeir voru í úrslitum í bæði tölti og fjórgangi en Ásmundur var einnig í landsliði Íslands 2019 í Berlín og keppti þar til úrslita í fjórgangi á Frægi.

 

https://www.facebook.com/asmundur.snorrason?fref=ts



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.