Teitur Árnason

Teitur Árnason er tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum og starfar við tamningar og þjálfun á Hvoli í Ölfusi. Teitur hefur átt góðu gengi að fagna á keppnis- og kynbótabrautinni. Hann er ríkjandi heimsmeistari í gæðingaskeiði en einnig vann hann þá grein árið 2015. Teitur hefur unnið A flokk gæðinga, 7 vetra flokk hryssna og 150 metra skeið á Landsmóti. Hann á núgildandi Íslandsmet í 150 metra skeiði og var valinn skeiðknapi ársins 2014 og 2015. Teitur og Hafsteinn frá Vakurstöðum urðu fyrsta parið til að sigra A flokk á Landsmóti og fimmgang á Íslandsmóti á sama árinu. Teitur var gæðingaknapi ársins 2018.

 

https://www.facebook.com/teitur.arnason?fref=ts

 



Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.