Árni Björn Pálsson

Árni Björn Pálsson er útskrifaður tamningamaður og reiðkennari frá Háskólanum á Hólum. Hann stundar tamningar og þjálfun á Oddhóli á Rangárvöllum og hefur staðið sig gríðarvel á keppnis- og kynbótabrautinni undanfarin ár. Hann er margfaldur Íslandsmeistari og Landsmótssigurvegari. Hann varð t.d. Íslandsmeistari í tölti árið 2012, 2013, 2014, 2016 og 2019 og þrefaldur Landsmótssigurvegari í tölti í röð, 2014, 2016 og 2018. Hann var valinn kynbótaknapi ársins 2013, 2018 og 2019 og knapi ársins 2014, 2016 og 2018. Árni Björn hefur sigraði einstaklingskeppni Meistaradeildarinnar oftast allra knapa eða fjórum sinnum, árið 2014, 2015, 2016 og 2018.Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.