Edda Rún Ragnarsdóttir
Edda Rún Ragnarsdóttir er fædd inn í mikla hestamannafjölskyldu og hefur stundað útreiðar og hestamennsku frá því að hún man eftir sér. Faðir hennar er hinn þekkti hestamaður og knapi Ragnar Hinriksson og afi hennar, Hinrik Ragnarsson, var þjóðkunnur hestamaður á sinni tíð. Edda Rún hefur náð glæstum árangri í gæðingakeppni og hefur unnið fjölda Íslandsmeistaratitla í hestaíþróttum, í barna-, unglinga- og fullorðinsflokki og má þar nefna Íslandsmeistaratitil í fjórgangi í opnum flokki á Reyni frá Hólshúsum á Íslandsmótinu í Garðabæ 2005.