Meistaraknapi tekinn til kostanna: Freyja Amble Gísladóttir

Freyja Amble Gísladóttir byrjaði í deildinni í fyrra, þá í liði Gangmyllunar en nú er hún í liði Hrímni/ Export hesta

Fullt nafn:  Freyja Amble Gísladóttir

Aldur: 31

Hvenær tókstu fyrst þátt með meistaradeildinni:  2017

Uppáhalds drykkur:  Gòður Cappuccino kemur mér alltaf í gott skap

Uppáhalds matsölustaður: Íslenskt Lambakjöt eldað heima er best.

Hvernig bíl áttu:  Ég er klárlega með fleiri hestöfl í hesthúsinu

Uppáhalds sjónvarpsþáttur:  Friends

Uppáhalds tónlistarmaður: Ég kikna alltaf í hnjánum þegar ég heyri í Elvis Presley live acoustic

Skemmtilegasti “vinur" þinn á Snapchat: Brynja systir er góð þegar hún er í stuði 

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: Snickers, daim, nutella og jarðaber

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ????

Sætasti sigurinn: 800m hlaup á islandsmóti í frjálsum íþróttum 2001. Það gerði ég alveg sjálf

Mestu vonbrigðin:  Maður lærir af þessu öllu saman, vonbrigðin hafa verið þó nokkur en gleðistundirnar fleiri

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru Meistaradeildarliði í þitt lið: Ég er nokkuð sátt við furðufuglana í mínu liði

Fyrsta verk ef þú yrðir formaður Meistaradeildarinnar:  Upphitunarhöll væri málið

Fallegasti hestamaðurinn á Íslandi: Þetta eru allt svo miklir töffarar, erfitt að gera upp á milli þeirra

Fallegasta hestakonan á Íslandi: Rúna Einarsdóttir finnst mér alltaf glæsileg

Hver er mesti höstlerinn í liðinu:  Allir herramenn fram í fingurgóma

Mest óþolandi knapinn í liðinu: Eins og ég segi: topp gæjar

Uppáhalds staður á Íslandi: Skagafjörður

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í keppni: Ég var í úrslitum í unglingaflokki á LM einu sinni. Í miðjum úrslitum missti ég pískinn minn. Fyrr um sumarið var mamma búin að kenna okkur krökkunum að sækja pískinn án þess að fara af baki. Ég náttúrlega nýtti mér það og teygði mig niður eftir pískinum. Mamma var nærri því að fá hjartaáfall á hliðarlínunni. Sá fyrir sér að ég yrði annaðhvort dæmd úr leik eða myndi detta af baki.

Hvað er það fyrsta sem þú gerir þegar þú vaknar: Kaffi Kaffi Kaffi

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla:  Lífsleikni! Hvað er málið með Lífsleikni?

Uppáhalds Eurovision lag frá upphafi: Fly on the wings of love

Vandræðalegasta augnablik: Vá hvað viljið þið langa ritgerð… ?

Hvaða tvo knapa sem tækir þú með þér á eyðieyju:  Hmmm Einhvern sem spilar á gítar svo mér leiðist ekki, svo er líklega fínt að hafa einhvern sem kann að kveikja eld. Ég verð að rannsaka þetta eitthvað.

Sturluð staðreynd um sjálfan þig:  Vonandi get ég bara sýnt ykkur eitthvað sturlað í framtíðinni

Fyrir utan hestamennsku, fylgist þú með öðrum íþróttum: Hef gaman af flestum íþróttum fyrir utan fótbolta. Get meira að segja orðið spennt yfir curling.  
 

 Fara á forsíðu

FYLGSTU MEÐ!

Bein útsending á oz.com - Náðu í áskrift hér
Watch all the events online - subscribe here

Netáskrift

styrktaraðilar

Höfundaréttur © 2008 - 2015 | Meistaradeildin í hestaíþróttum | Allur réttur áskilinn.