Forsala miða á Stóðhestaveisluna
Keppt verður í fimmgangi í kvöld í Samskipahöllinni í Spretti. Engir smá gæðingar eru skráðir til leiks en á ráslistanum er reyndir fimmgangshestar á borð við Odd frá Breiðholti í Flóa, Birki frá Vatni, Sólbjart frá Flekkudal, Þór frá Votumýri og Hnokka frá Þóroddsstöðum í bland við nýjar stjörnur eins og Hrafn frá Efri-Rauðalæk, Ský frá Skálakoti, Sjóð frá Kirkjubæ, Hafstein frá Vakursstöðum og Bjarma frá Bæ 2.
Ekki missa af þessari veislu en hún hefst á slaginu 19:00. Húsið opnar 17:30 en boðið verður upp á sveppasúpu og hunangsskinku með brúnuðum kartöflum, salati, grænum baunum, rauðkáli og rjómalagaðri sósu. Því um að gera að mæta snemma og gæða sér á vellystingunum í góðra vinahópi. Einnig mun fara fram forsala á aðgöngumiðum á Stóðhestaveisluna sem verður þann 8. apríl n.k. Miðar á viðburðinn hafa alltaf selst upp því gott að nýta tækifæri og næla sér í miða í tæka tíð.